Erlent

Öngþveiti í Evrópu

Óli Tynes skrifar
Þurft hefur að loka mörgum flugvöllum í Þýskalandi.
Þurft hefur að loka mörgum flugvöllum í Þýskalandi.

Öngþveiti ríkir í samgöngumálum í Evrópu vegna mikils fannfergis rétt þegar milljónir manna ætla að bregða sér af bæ um hátíðarnar.

Flugvöllum hefur verið lokað eða starfsemi þar takmörkuð og miklar tafir á flugi. Euro-hraðlestin sem gengur milli Lundúa, Brussel og Parísar hefur ekki gengið í þrjá sólarhringa og ekki líkur á að hún hefji ferðir fyrr en veðrið skánar.

Margir hafa í örvæntingu reynt að komast leiðar sinnar á einkabílum, oft á tíðum með hörmulegum afleiðingum.

Margir eru í klessu eftir árekstra eða fastir í sköflum niðureftir Evrópu. Lögreglan í Þýskalandi skráði yfir 500 umferðarslys af ýmsu tagi bara á laugardag.

Þjóðverjar hafa aldeilis fengið að kenna á kulda sem fylgir snjónum því var frost þrjátíu gráður um helgina.

Eftir því sem ófærðardagarnir verða fleiri fjölgar strönduðum ferðalöngum og álagið eykst á almenningssamgöngur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×