Erlent

Íraksinnrás ákveðin á einkafundi Bush og Blairs í Texas?

Óli Tynes skrifar
Bush og Blair í Texas; Let´s go get´im.
Bush og Blair í Texas; Let´s go get´im.
Mögulegt virðist ákvörðun um síðari innrásina í Írak hafi verið tekin á einkafundi þeirra Georges Bush og Tonys Blair á búgarði bandaríska forsetans í Texas árið 2002.

Sir Christopher Meyer sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum skýrði frá þessu þegar hann bar vitni í rannsókn á tildrögum innrásarinnar í Lundúnum í dag.

Sir Christopher sagði að mjög vel hefði farið á með leiðtogunum og að þegar þeir voru á búgarðinum í Crawford í Texas hafi þeir átt löng samtöl án þess að nokkrir aðstoðarmenn væru viðstaddir.

Sendiherrann sagði að Blair hafi ekki gefið út neina beina yfirlýsingu um stefnubreytingu eftir þann fund. Hinsvegar hefði hann tekið eftir því að í ræðu sem hann flutti daginn eftir hafi Blair í fyrsta skipti haft á orði að skipta um ríkisstjórn í Írak.

Þetta var í apríl árið 2002. Innrásin í Írak var gerð ári síðar, í mars árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×