Lífið

Hætt að drekka og dópa

Naomi Campbell
Naomi Campbell

Súpermódelið Naomi Campbell hefur lofaði því að snerta hvorki áfengi né fíkniefni aftur. Þetta kemur fram í viðtali við fyrirsætuna í GIANT tímaritinui þar sem hún prýðir forsíðuna. Hún hefur undanfarið verið í meðferð við bæði áfengi og fíknefnum auk þess sem hún hefur verið að taka skapvandamálum sínum.

„Það kemur að því að þú áttar þig. Hjá mér kom það ekki fyrr en ég fór í alvöru meðferð við áfengi og vímuefnum. Sumir geta fengið sér drykk eða línu af kóki, ég hef loksins áttað mig á því að hjá mér er það allt eða ekkert. Það verður að vera ekkert hjá mér hér eftir," segir Campbell í samtali við tímaritið.

Naomi sem býr með rússneskum milljarðamæringi að nafni Vladislav Doronin segir að lífið gangi vel og hún útiloki ekki að stofna til fjölskyldu.

„Ef Guð veitir mér þá gæfu að eignast barn, þá mun ég glöð taka á móti því barni. Ég er hinsvegar ekki að reyna það, líf mitt er gott eins og það er."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.