Lífið

Auddi á úrslitaleikinn í Róm

l Sjónvarpsmaðurinn er á leiðinni til Rómar til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta.
l Sjónvarpsmaðurinn er á leiðinni til Rómar til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta.

„Ég hlakka mikið til, þetta verður stemning,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er á leiðinni til Rómar þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á milli Manchester United og Barcelona á miðvikudag. Ekki er um vinnuferð að ræða heldur ætlar Auddi eingöngu að mæta til að styðja við bakið á sínum mönnum í United.

Enska liðið vann Meistaradeildina í fyrra í Moskvu og hefur nú tækifæri til að verja titilinn og bæta um leið þriðja bikarnum í safnið á þessu tímabili. Þegar er deildarbikarinn og úrvalsdeildin í höfn. „Ég spái því að United vinni í framlengingu,“ segir Auddi, sem fór ekki á úrslitaleikinn í fyrra en bætir núna rækilega fyrir það.

Hann segir ekki ákveðið hvort hann hitti vin sinn Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn. „Það fer allt eftir því hvernig fer og svona. Það sem er gott er að þetta er nett „win-win“ fyrir mig því ég er harður United-aðdáandi en svo væri ekki leiðinlegt ef hlunkurinn fengi medalíu.“

Auddi hefur aldrei áður komið til Rómar og er eins og gefur að skilja spenntur fyrir borginni. „Maður verður að taka pínu túristann á þetta. Maður verður eins og Kínverji með myndavél röltandi um.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.