Fjórða skilanefndin Oddný Sturludóttir skrifar 6. júlí 2009 06:00 Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina. Frá upphafi samskipta Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var gengið út frá því að við ábyrgðumst lágmarkstryggingar innstæðna eins og lög og reglur á EES-svæðinu og tilskipun ESB gera ráð fyrir. Með því eru Íslendingar ekki að taka á sig meiri byrðar en skylt er. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru sannarlega háar og okkur þykir blóðugt að þurfa að greiða þær, en það virðist því miður óumflýjanlegt. Hið jákvæða er þó að samningurinn er þess eðlis að sjö ár eru til fyrstu greiðslu og vextir umtalsvert lægri en líkur stóðu til miðað við gang samningaviðræðna framan af. Samninginn má endurskoða og endurfjármagna og þó að óvissa sé til staðar eru góðar líkur á því að eignasafn Landsbankans gangi upp í skuldir.Samskipti þjóða Það má sannarlega bölva og ragna örlögum Íslendinga. En ímyndum okkur að hollenskur banki hefði opnað útibú á Íslandi, rakað saman fjármunum frá íbúum, sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum og allra handa stofnunum. Ímyndum okkur svo að útibúinu væri lokað og yfirlýsingar bærust frá hollenskum stjórnvöldum að þau ætluðu sér ekki að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Við Íslendingar hefðum gengið af göflunum og aldrei látið það yfir okkur ganga. Í alþjóðasamfélaginu gilda lög og reglur. Eftir þeim verður að fara ætli þjóðir að eiga samskipti við aðrar þjóðir á komandi árum. Enginn er eyland og engin þjóð þraukar vinalaus svo árum skiptir, án viðskipta við útlönd, án þess að njóta trausts á erlendum mörkuðum. Við fengum að kynnast því á afar harkalegan hátt síðasta haust að vini áttum við fáa. Nú um mundir kraumar óánægjan vegna hruns bankanna, ábyrgða vegna Icesave, sparnaðar sem glataðist, atvinnuleysis, gengissveiflna og ótal margs annars. Það eru eðlilegar tilfinningar. Á hinn bóginn er slíkt andrúmsloft kjörlendi fyrir vinsældakeppni og ábyrgðarlaust tal sem elur á ótta og óánægju. Margt hefur verið tínt til í umræðu síðastliðna mánuði og ber þar hæst dómstólaleiðina sem lá ljóst fyrir í nóvember að væri ófær. Viðsemjendur okkar voru okkur ósammála og samkvæmt þjóðarrétti er ekki hægt að skikka þjóð til að mæta fyrir alþjóðlegum dómstóli í máli sem þessu. En það voru ekki bara Bretar og Hollendingar sem voru okkur ósammála; fylgjendur áttum við enga og samkvæmt gögnum sem leynd hefur nú verið létt af er ljóst að frænd- og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hefðu aldrei veitt okkur nauðsynleg lán, ef ekki hefði samist um Icesave. Margir tala um að við hefðum getað náð betri samningi, erfitt er um slíkt að spá. En ekki svo erfitt var að spá fyrir um pólitískar afleiðingar þess að semja ekki sem fyrst, byggja upp traust á Íslandi á erlendri grundu. Ekkert var meira áríðandi og góð ráð voru dýr.Ríkisstjórn í stórræðum Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur framhjá sögulegum tengslum sínum við Icesave-málið. Ábyrgðartilfinningin er engin. Enginn samhljómur er milli orða núverandi formanns nú og fyrir áramót. Þetta er þó flokkurinn sem stýrði fjármála- og forsætisráðuneytum í hartnær tvo áratugi, þar á meðal samningaviðræðum um Icesave fram til janúarloka. Þingmenn þessa flokks vita vel að þessar ábyrgðir verðum við að taka á okkur. Það er eðlilegt að öll gögn málsins liggi fyrir og að upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa sé snurðulaust, ríkar kröfur skal gera til þess. En að því gefnu að þingmenn lesi sér til, horfi fram veginn og líti um öxl, þá treysti ég því að Sjálfstæðisflokkurinn finni til ábyrgðar sinnar. Ríkisstjórnin stendur í stórræðum og hennar bíða margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En hún treystir sér í verkin. Það er hins vegar sérkennilegt að sá flokkur sem svaf djúpum svefni á eftirlitsvaktinni í öll þessi ár geri sér upp skömm á þessum verkum. Það er sérkennilegt að hann skuli ekki taka tillit til núverandi ríkisstjórnar sem bíður erfitt hlutskipti eftir æði mörg mistök ríkisstjórna undir forystu sjálfstæðismanna. Það er sérkennilegt að sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að núverandi ríkisstjórn er í raun fjórða skilanefndin. Skilanefnd Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina. Frá upphafi samskipta Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var gengið út frá því að við ábyrgðumst lágmarkstryggingar innstæðna eins og lög og reglur á EES-svæðinu og tilskipun ESB gera ráð fyrir. Með því eru Íslendingar ekki að taka á sig meiri byrðar en skylt er. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru sannarlega háar og okkur þykir blóðugt að þurfa að greiða þær, en það virðist því miður óumflýjanlegt. Hið jákvæða er þó að samningurinn er þess eðlis að sjö ár eru til fyrstu greiðslu og vextir umtalsvert lægri en líkur stóðu til miðað við gang samningaviðræðna framan af. Samninginn má endurskoða og endurfjármagna og þó að óvissa sé til staðar eru góðar líkur á því að eignasafn Landsbankans gangi upp í skuldir.Samskipti þjóða Það má sannarlega bölva og ragna örlögum Íslendinga. En ímyndum okkur að hollenskur banki hefði opnað útibú á Íslandi, rakað saman fjármunum frá íbúum, sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum og allra handa stofnunum. Ímyndum okkur svo að útibúinu væri lokað og yfirlýsingar bærust frá hollenskum stjórnvöldum að þau ætluðu sér ekki að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Við Íslendingar hefðum gengið af göflunum og aldrei látið það yfir okkur ganga. Í alþjóðasamfélaginu gilda lög og reglur. Eftir þeim verður að fara ætli þjóðir að eiga samskipti við aðrar þjóðir á komandi árum. Enginn er eyland og engin þjóð þraukar vinalaus svo árum skiptir, án viðskipta við útlönd, án þess að njóta trausts á erlendum mörkuðum. Við fengum að kynnast því á afar harkalegan hátt síðasta haust að vini áttum við fáa. Nú um mundir kraumar óánægjan vegna hruns bankanna, ábyrgða vegna Icesave, sparnaðar sem glataðist, atvinnuleysis, gengissveiflna og ótal margs annars. Það eru eðlilegar tilfinningar. Á hinn bóginn er slíkt andrúmsloft kjörlendi fyrir vinsældakeppni og ábyrgðarlaust tal sem elur á ótta og óánægju. Margt hefur verið tínt til í umræðu síðastliðna mánuði og ber þar hæst dómstólaleiðina sem lá ljóst fyrir í nóvember að væri ófær. Viðsemjendur okkar voru okkur ósammála og samkvæmt þjóðarrétti er ekki hægt að skikka þjóð til að mæta fyrir alþjóðlegum dómstóli í máli sem þessu. En það voru ekki bara Bretar og Hollendingar sem voru okkur ósammála; fylgjendur áttum við enga og samkvæmt gögnum sem leynd hefur nú verið létt af er ljóst að frænd- og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hefðu aldrei veitt okkur nauðsynleg lán, ef ekki hefði samist um Icesave. Margir tala um að við hefðum getað náð betri samningi, erfitt er um slíkt að spá. En ekki svo erfitt var að spá fyrir um pólitískar afleiðingar þess að semja ekki sem fyrst, byggja upp traust á Íslandi á erlendri grundu. Ekkert var meira áríðandi og góð ráð voru dýr.Ríkisstjórn í stórræðum Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur framhjá sögulegum tengslum sínum við Icesave-málið. Ábyrgðartilfinningin er engin. Enginn samhljómur er milli orða núverandi formanns nú og fyrir áramót. Þetta er þó flokkurinn sem stýrði fjármála- og forsætisráðuneytum í hartnær tvo áratugi, þar á meðal samningaviðræðum um Icesave fram til janúarloka. Þingmenn þessa flokks vita vel að þessar ábyrgðir verðum við að taka á okkur. Það er eðlilegt að öll gögn málsins liggi fyrir og að upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa sé snurðulaust, ríkar kröfur skal gera til þess. En að því gefnu að þingmenn lesi sér til, horfi fram veginn og líti um öxl, þá treysti ég því að Sjálfstæðisflokkurinn finni til ábyrgðar sinnar. Ríkisstjórnin stendur í stórræðum og hennar bíða margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En hún treystir sér í verkin. Það er hins vegar sérkennilegt að sá flokkur sem svaf djúpum svefni á eftirlitsvaktinni í öll þessi ár geri sér upp skömm á þessum verkum. Það er sérkennilegt að hann skuli ekki taka tillit til núverandi ríkisstjórnar sem bíður erfitt hlutskipti eftir æði mörg mistök ríkisstjórna undir forystu sjálfstæðismanna. Það er sérkennilegt að sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að núverandi ríkisstjórn er í raun fjórða skilanefndin. Skilanefnd Sjálfstæðisflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun