Fjórða skilanefndin Oddný Sturludóttir skrifar 6. júlí 2009 06:00 Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina. Frá upphafi samskipta Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var gengið út frá því að við ábyrgðumst lágmarkstryggingar innstæðna eins og lög og reglur á EES-svæðinu og tilskipun ESB gera ráð fyrir. Með því eru Íslendingar ekki að taka á sig meiri byrðar en skylt er. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru sannarlega háar og okkur þykir blóðugt að þurfa að greiða þær, en það virðist því miður óumflýjanlegt. Hið jákvæða er þó að samningurinn er þess eðlis að sjö ár eru til fyrstu greiðslu og vextir umtalsvert lægri en líkur stóðu til miðað við gang samningaviðræðna framan af. Samninginn má endurskoða og endurfjármagna og þó að óvissa sé til staðar eru góðar líkur á því að eignasafn Landsbankans gangi upp í skuldir.Samskipti þjóða Það má sannarlega bölva og ragna örlögum Íslendinga. En ímyndum okkur að hollenskur banki hefði opnað útibú á Íslandi, rakað saman fjármunum frá íbúum, sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum og allra handa stofnunum. Ímyndum okkur svo að útibúinu væri lokað og yfirlýsingar bærust frá hollenskum stjórnvöldum að þau ætluðu sér ekki að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Við Íslendingar hefðum gengið af göflunum og aldrei látið það yfir okkur ganga. Í alþjóðasamfélaginu gilda lög og reglur. Eftir þeim verður að fara ætli þjóðir að eiga samskipti við aðrar þjóðir á komandi árum. Enginn er eyland og engin þjóð þraukar vinalaus svo árum skiptir, án viðskipta við útlönd, án þess að njóta trausts á erlendum mörkuðum. Við fengum að kynnast því á afar harkalegan hátt síðasta haust að vini áttum við fáa. Nú um mundir kraumar óánægjan vegna hruns bankanna, ábyrgða vegna Icesave, sparnaðar sem glataðist, atvinnuleysis, gengissveiflna og ótal margs annars. Það eru eðlilegar tilfinningar. Á hinn bóginn er slíkt andrúmsloft kjörlendi fyrir vinsældakeppni og ábyrgðarlaust tal sem elur á ótta og óánægju. Margt hefur verið tínt til í umræðu síðastliðna mánuði og ber þar hæst dómstólaleiðina sem lá ljóst fyrir í nóvember að væri ófær. Viðsemjendur okkar voru okkur ósammála og samkvæmt þjóðarrétti er ekki hægt að skikka þjóð til að mæta fyrir alþjóðlegum dómstóli í máli sem þessu. En það voru ekki bara Bretar og Hollendingar sem voru okkur ósammála; fylgjendur áttum við enga og samkvæmt gögnum sem leynd hefur nú verið létt af er ljóst að frænd- og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hefðu aldrei veitt okkur nauðsynleg lán, ef ekki hefði samist um Icesave. Margir tala um að við hefðum getað náð betri samningi, erfitt er um slíkt að spá. En ekki svo erfitt var að spá fyrir um pólitískar afleiðingar þess að semja ekki sem fyrst, byggja upp traust á Íslandi á erlendri grundu. Ekkert var meira áríðandi og góð ráð voru dýr.Ríkisstjórn í stórræðum Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur framhjá sögulegum tengslum sínum við Icesave-málið. Ábyrgðartilfinningin er engin. Enginn samhljómur er milli orða núverandi formanns nú og fyrir áramót. Þetta er þó flokkurinn sem stýrði fjármála- og forsætisráðuneytum í hartnær tvo áratugi, þar á meðal samningaviðræðum um Icesave fram til janúarloka. Þingmenn þessa flokks vita vel að þessar ábyrgðir verðum við að taka á okkur. Það er eðlilegt að öll gögn málsins liggi fyrir og að upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa sé snurðulaust, ríkar kröfur skal gera til þess. En að því gefnu að þingmenn lesi sér til, horfi fram veginn og líti um öxl, þá treysti ég því að Sjálfstæðisflokkurinn finni til ábyrgðar sinnar. Ríkisstjórnin stendur í stórræðum og hennar bíða margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En hún treystir sér í verkin. Það er hins vegar sérkennilegt að sá flokkur sem svaf djúpum svefni á eftirlitsvaktinni í öll þessi ár geri sér upp skömm á þessum verkum. Það er sérkennilegt að hann skuli ekki taka tillit til núverandi ríkisstjórnar sem bíður erfitt hlutskipti eftir æði mörg mistök ríkisstjórna undir forystu sjálfstæðismanna. Það er sérkennilegt að sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að núverandi ríkisstjórn er í raun fjórða skilanefndin. Skilanefnd Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina. Frá upphafi samskipta Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var gengið út frá því að við ábyrgðumst lágmarkstryggingar innstæðna eins og lög og reglur á EES-svæðinu og tilskipun ESB gera ráð fyrir. Með því eru Íslendingar ekki að taka á sig meiri byrðar en skylt er. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru sannarlega háar og okkur þykir blóðugt að þurfa að greiða þær, en það virðist því miður óumflýjanlegt. Hið jákvæða er þó að samningurinn er þess eðlis að sjö ár eru til fyrstu greiðslu og vextir umtalsvert lægri en líkur stóðu til miðað við gang samningaviðræðna framan af. Samninginn má endurskoða og endurfjármagna og þó að óvissa sé til staðar eru góðar líkur á því að eignasafn Landsbankans gangi upp í skuldir.Samskipti þjóða Það má sannarlega bölva og ragna örlögum Íslendinga. En ímyndum okkur að hollenskur banki hefði opnað útibú á Íslandi, rakað saman fjármunum frá íbúum, sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum og allra handa stofnunum. Ímyndum okkur svo að útibúinu væri lokað og yfirlýsingar bærust frá hollenskum stjórnvöldum að þau ætluðu sér ekki að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Við Íslendingar hefðum gengið af göflunum og aldrei látið það yfir okkur ganga. Í alþjóðasamfélaginu gilda lög og reglur. Eftir þeim verður að fara ætli þjóðir að eiga samskipti við aðrar þjóðir á komandi árum. Enginn er eyland og engin þjóð þraukar vinalaus svo árum skiptir, án viðskipta við útlönd, án þess að njóta trausts á erlendum mörkuðum. Við fengum að kynnast því á afar harkalegan hátt síðasta haust að vini áttum við fáa. Nú um mundir kraumar óánægjan vegna hruns bankanna, ábyrgða vegna Icesave, sparnaðar sem glataðist, atvinnuleysis, gengissveiflna og ótal margs annars. Það eru eðlilegar tilfinningar. Á hinn bóginn er slíkt andrúmsloft kjörlendi fyrir vinsældakeppni og ábyrgðarlaust tal sem elur á ótta og óánægju. Margt hefur verið tínt til í umræðu síðastliðna mánuði og ber þar hæst dómstólaleiðina sem lá ljóst fyrir í nóvember að væri ófær. Viðsemjendur okkar voru okkur ósammála og samkvæmt þjóðarrétti er ekki hægt að skikka þjóð til að mæta fyrir alþjóðlegum dómstóli í máli sem þessu. En það voru ekki bara Bretar og Hollendingar sem voru okkur ósammála; fylgjendur áttum við enga og samkvæmt gögnum sem leynd hefur nú verið létt af er ljóst að frænd- og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hefðu aldrei veitt okkur nauðsynleg lán, ef ekki hefði samist um Icesave. Margir tala um að við hefðum getað náð betri samningi, erfitt er um slíkt að spá. En ekki svo erfitt var að spá fyrir um pólitískar afleiðingar þess að semja ekki sem fyrst, byggja upp traust á Íslandi á erlendri grundu. Ekkert var meira áríðandi og góð ráð voru dýr.Ríkisstjórn í stórræðum Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur framhjá sögulegum tengslum sínum við Icesave-málið. Ábyrgðartilfinningin er engin. Enginn samhljómur er milli orða núverandi formanns nú og fyrir áramót. Þetta er þó flokkurinn sem stýrði fjármála- og forsætisráðuneytum í hartnær tvo áratugi, þar á meðal samningaviðræðum um Icesave fram til janúarloka. Þingmenn þessa flokks vita vel að þessar ábyrgðir verðum við að taka á okkur. Það er eðlilegt að öll gögn málsins liggi fyrir og að upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa sé snurðulaust, ríkar kröfur skal gera til þess. En að því gefnu að þingmenn lesi sér til, horfi fram veginn og líti um öxl, þá treysti ég því að Sjálfstæðisflokkurinn finni til ábyrgðar sinnar. Ríkisstjórnin stendur í stórræðum og hennar bíða margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En hún treystir sér í verkin. Það er hins vegar sérkennilegt að sá flokkur sem svaf djúpum svefni á eftirlitsvaktinni í öll þessi ár geri sér upp skömm á þessum verkum. Það er sérkennilegt að hann skuli ekki taka tillit til núverandi ríkisstjórnar sem bíður erfitt hlutskipti eftir æði mörg mistök ríkisstjórna undir forystu sjálfstæðismanna. Það er sérkennilegt að sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að núverandi ríkisstjórn er í raun fjórða skilanefndin. Skilanefnd Sjálfstæðisflokksins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun