Örlagadísir Ísafoldar 29. desember 2009 06:00 Einar Sigmarsson skrifar um samfélagsmál. Haustið 2008 kom kallið. Lengi hafði íslenskt samfélag borið í sér kynlega feigð enda hvergi á byggðu bóli vaðið uppi önnur eins auragirnd og efnishyggja, oflæti og fífldirfska, sérgæska og spilling. Ólyfjan sjálfhverfunnar hafði verið laumað í sálarkerald þjóðarinnar. Nú hefur dauðans vatni, fúlu og daunillu, verið ausið upp úr kerinu góða en á botninum sitja dreggjar sjálfhverfunnar sem fastast. Ílátið þarf að skola, ef það á að geta borið lífsins vatn, en synd er að segja að þrifin gangi þrautalaust. Klíkur liðinnar tíðar mala dægrin löng, áfjáðar í að verja forréttindi og sérhagsmuni. Eðaldæmi um það eru sjálfsprottnar auðlindir lands og sjávar. Árum saman hafa sægreifar fengið frið til að veðsetja, leigja og selja óveiddan fisk. Þannig hefur margur lukkuriddarinn fengið morð fjár til að leggjast í brask en útgerðin sokkið í skuldir. Nú sem fyrr er rekið upp ramakvein ef minnst er á að þjóðin eigi nytjastofna Íslandsmiða og fái af þeim réttmæta rentu. Ámátlegast emjar þó skjaldborg útgerðarvaldsins á Alþingi Íslendinga, skipuð sveinum og meyjum úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Ekki svíður þeim sárt að þjóðareignin geti gengið kaupum og sölum og jafnvel fallið í hendur lánardrottnum. Enn er streist á móti því að íslenskar orkulindir verði nýttar á nýstárlegri, fjölbreyttari, vistvænni og ábatasamari vegu. Ekki eru Landsvirkjun, Þeistareykir, Orkuveita Reykjavíkur og HS orka til stórræðanna enda flest í úlfakreppu. Þeim mun minna svigrúm hefur þjóðarbúið til að sitja uppi með orkusugur á afleitum kjörum. Sýnu meiri búhyggindi væru að virkja orku handa öðrum og þurftarminni fyrirtækjum en tröllauknum álverum. Þá fengi þjóðin fleiri og fjölbreyttari störf til frambúðar, að minnsta kosti meira fyrir hvert megavatt en hingað til. Græn orka og svalt loftslag þykja jú kjörin til gagnavistunar. Er þá margt ótalið sem skilað getur drjúgri björg í bú, svo sem ylrækt, sólarkísiliðja, metanólvinnsla og kaplagerð. Nú verður hreint og tært vatn æ dýrmætara. Þá vill Landsnet tefla í þá tvísýnu að leggja Suðvesturlínu yfir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Hefur ekki nóg verið syndgað upp á náðina í gjöfulu landi? Margar eru sérhagsmunaklíkur Ísalands en fáar þröngsýnni en Samtök atvinnulífsins. Ekkert er þeim kærkomnara en orkuöflun til einhæfrar álbræðslu og ekkert er þeim klaksárara en auðlindaskattur til þurfandi þjóðar nema vera skyldi leigugjald fyrir kvótann. Í slíkri ofdekrun auðvaldsins virðast fornir fjendur nú eiðsvarnir fóstbræður: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Þeirra forkólfar hafa gengið undir jarðarmen og blandað saman blóði, staðráðnir í að deila og drottna. Nú þegar hreinsa þarf sálarkerald þjóðarinnar er ekki flóafriður fyrir klíkum horfins tíma. Með glýju í augum þrá þær helst af öllu að halda dreggjum sjálfhverfunnar í kerinu góða og brugga þar görótt seyði. Ætli slíkar örlagadísir séu til heilla nú þegar þjóðarsálin þarf á lífsins elixir að halda? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Einar Sigmarsson skrifar um samfélagsmál. Haustið 2008 kom kallið. Lengi hafði íslenskt samfélag borið í sér kynlega feigð enda hvergi á byggðu bóli vaðið uppi önnur eins auragirnd og efnishyggja, oflæti og fífldirfska, sérgæska og spilling. Ólyfjan sjálfhverfunnar hafði verið laumað í sálarkerald þjóðarinnar. Nú hefur dauðans vatni, fúlu og daunillu, verið ausið upp úr kerinu góða en á botninum sitja dreggjar sjálfhverfunnar sem fastast. Ílátið þarf að skola, ef það á að geta borið lífsins vatn, en synd er að segja að þrifin gangi þrautalaust. Klíkur liðinnar tíðar mala dægrin löng, áfjáðar í að verja forréttindi og sérhagsmuni. Eðaldæmi um það eru sjálfsprottnar auðlindir lands og sjávar. Árum saman hafa sægreifar fengið frið til að veðsetja, leigja og selja óveiddan fisk. Þannig hefur margur lukkuriddarinn fengið morð fjár til að leggjast í brask en útgerðin sokkið í skuldir. Nú sem fyrr er rekið upp ramakvein ef minnst er á að þjóðin eigi nytjastofna Íslandsmiða og fái af þeim réttmæta rentu. Ámátlegast emjar þó skjaldborg útgerðarvaldsins á Alþingi Íslendinga, skipuð sveinum og meyjum úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Ekki svíður þeim sárt að þjóðareignin geti gengið kaupum og sölum og jafnvel fallið í hendur lánardrottnum. Enn er streist á móti því að íslenskar orkulindir verði nýttar á nýstárlegri, fjölbreyttari, vistvænni og ábatasamari vegu. Ekki eru Landsvirkjun, Þeistareykir, Orkuveita Reykjavíkur og HS orka til stórræðanna enda flest í úlfakreppu. Þeim mun minna svigrúm hefur þjóðarbúið til að sitja uppi með orkusugur á afleitum kjörum. Sýnu meiri búhyggindi væru að virkja orku handa öðrum og þurftarminni fyrirtækjum en tröllauknum álverum. Þá fengi þjóðin fleiri og fjölbreyttari störf til frambúðar, að minnsta kosti meira fyrir hvert megavatt en hingað til. Græn orka og svalt loftslag þykja jú kjörin til gagnavistunar. Er þá margt ótalið sem skilað getur drjúgri björg í bú, svo sem ylrækt, sólarkísiliðja, metanólvinnsla og kaplagerð. Nú verður hreint og tært vatn æ dýrmætara. Þá vill Landsnet tefla í þá tvísýnu að leggja Suðvesturlínu yfir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Hefur ekki nóg verið syndgað upp á náðina í gjöfulu landi? Margar eru sérhagsmunaklíkur Ísalands en fáar þröngsýnni en Samtök atvinnulífsins. Ekkert er þeim kærkomnara en orkuöflun til einhæfrar álbræðslu og ekkert er þeim klaksárara en auðlindaskattur til þurfandi þjóðar nema vera skyldi leigugjald fyrir kvótann. Í slíkri ofdekrun auðvaldsins virðast fornir fjendur nú eiðsvarnir fóstbræður: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Þeirra forkólfar hafa gengið undir jarðarmen og blandað saman blóði, staðráðnir í að deila og drottna. Nú þegar hreinsa þarf sálarkerald þjóðarinnar er ekki flóafriður fyrir klíkum horfins tíma. Með glýju í augum þrá þær helst af öllu að halda dreggjum sjálfhverfunnar í kerinu góða og brugga þar görótt seyði. Ætli slíkar örlagadísir séu til heilla nú þegar þjóðarsálin þarf á lífsins elixir að halda? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar