Örlagadísir Ísafoldar 29. desember 2009 06:00 Einar Sigmarsson skrifar um samfélagsmál. Haustið 2008 kom kallið. Lengi hafði íslenskt samfélag borið í sér kynlega feigð enda hvergi á byggðu bóli vaðið uppi önnur eins auragirnd og efnishyggja, oflæti og fífldirfska, sérgæska og spilling. Ólyfjan sjálfhverfunnar hafði verið laumað í sálarkerald þjóðarinnar. Nú hefur dauðans vatni, fúlu og daunillu, verið ausið upp úr kerinu góða en á botninum sitja dreggjar sjálfhverfunnar sem fastast. Ílátið þarf að skola, ef það á að geta borið lífsins vatn, en synd er að segja að þrifin gangi þrautalaust. Klíkur liðinnar tíðar mala dægrin löng, áfjáðar í að verja forréttindi og sérhagsmuni. Eðaldæmi um það eru sjálfsprottnar auðlindir lands og sjávar. Árum saman hafa sægreifar fengið frið til að veðsetja, leigja og selja óveiddan fisk. Þannig hefur margur lukkuriddarinn fengið morð fjár til að leggjast í brask en útgerðin sokkið í skuldir. Nú sem fyrr er rekið upp ramakvein ef minnst er á að þjóðin eigi nytjastofna Íslandsmiða og fái af þeim réttmæta rentu. Ámátlegast emjar þó skjaldborg útgerðarvaldsins á Alþingi Íslendinga, skipuð sveinum og meyjum úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Ekki svíður þeim sárt að þjóðareignin geti gengið kaupum og sölum og jafnvel fallið í hendur lánardrottnum. Enn er streist á móti því að íslenskar orkulindir verði nýttar á nýstárlegri, fjölbreyttari, vistvænni og ábatasamari vegu. Ekki eru Landsvirkjun, Þeistareykir, Orkuveita Reykjavíkur og HS orka til stórræðanna enda flest í úlfakreppu. Þeim mun minna svigrúm hefur þjóðarbúið til að sitja uppi með orkusugur á afleitum kjörum. Sýnu meiri búhyggindi væru að virkja orku handa öðrum og þurftarminni fyrirtækjum en tröllauknum álverum. Þá fengi þjóðin fleiri og fjölbreyttari störf til frambúðar, að minnsta kosti meira fyrir hvert megavatt en hingað til. Græn orka og svalt loftslag þykja jú kjörin til gagnavistunar. Er þá margt ótalið sem skilað getur drjúgri björg í bú, svo sem ylrækt, sólarkísiliðja, metanólvinnsla og kaplagerð. Nú verður hreint og tært vatn æ dýrmætara. Þá vill Landsnet tefla í þá tvísýnu að leggja Suðvesturlínu yfir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Hefur ekki nóg verið syndgað upp á náðina í gjöfulu landi? Margar eru sérhagsmunaklíkur Ísalands en fáar þröngsýnni en Samtök atvinnulífsins. Ekkert er þeim kærkomnara en orkuöflun til einhæfrar álbræðslu og ekkert er þeim klaksárara en auðlindaskattur til þurfandi þjóðar nema vera skyldi leigugjald fyrir kvótann. Í slíkri ofdekrun auðvaldsins virðast fornir fjendur nú eiðsvarnir fóstbræður: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Þeirra forkólfar hafa gengið undir jarðarmen og blandað saman blóði, staðráðnir í að deila og drottna. Nú þegar hreinsa þarf sálarkerald þjóðarinnar er ekki flóafriður fyrir klíkum horfins tíma. Með glýju í augum þrá þær helst af öllu að halda dreggjum sjálfhverfunnar í kerinu góða og brugga þar görótt seyði. Ætli slíkar örlagadísir séu til heilla nú þegar þjóðarsálin þarf á lífsins elixir að halda? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Einar Sigmarsson skrifar um samfélagsmál. Haustið 2008 kom kallið. Lengi hafði íslenskt samfélag borið í sér kynlega feigð enda hvergi á byggðu bóli vaðið uppi önnur eins auragirnd og efnishyggja, oflæti og fífldirfska, sérgæska og spilling. Ólyfjan sjálfhverfunnar hafði verið laumað í sálarkerald þjóðarinnar. Nú hefur dauðans vatni, fúlu og daunillu, verið ausið upp úr kerinu góða en á botninum sitja dreggjar sjálfhverfunnar sem fastast. Ílátið þarf að skola, ef það á að geta borið lífsins vatn, en synd er að segja að þrifin gangi þrautalaust. Klíkur liðinnar tíðar mala dægrin löng, áfjáðar í að verja forréttindi og sérhagsmuni. Eðaldæmi um það eru sjálfsprottnar auðlindir lands og sjávar. Árum saman hafa sægreifar fengið frið til að veðsetja, leigja og selja óveiddan fisk. Þannig hefur margur lukkuriddarinn fengið morð fjár til að leggjast í brask en útgerðin sokkið í skuldir. Nú sem fyrr er rekið upp ramakvein ef minnst er á að þjóðin eigi nytjastofna Íslandsmiða og fái af þeim réttmæta rentu. Ámátlegast emjar þó skjaldborg útgerðarvaldsins á Alþingi Íslendinga, skipuð sveinum og meyjum úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Ekki svíður þeim sárt að þjóðareignin geti gengið kaupum og sölum og jafnvel fallið í hendur lánardrottnum. Enn er streist á móti því að íslenskar orkulindir verði nýttar á nýstárlegri, fjölbreyttari, vistvænni og ábatasamari vegu. Ekki eru Landsvirkjun, Þeistareykir, Orkuveita Reykjavíkur og HS orka til stórræðanna enda flest í úlfakreppu. Þeim mun minna svigrúm hefur þjóðarbúið til að sitja uppi með orkusugur á afleitum kjörum. Sýnu meiri búhyggindi væru að virkja orku handa öðrum og þurftarminni fyrirtækjum en tröllauknum álverum. Þá fengi þjóðin fleiri og fjölbreyttari störf til frambúðar, að minnsta kosti meira fyrir hvert megavatt en hingað til. Græn orka og svalt loftslag þykja jú kjörin til gagnavistunar. Er þá margt ótalið sem skilað getur drjúgri björg í bú, svo sem ylrækt, sólarkísiliðja, metanólvinnsla og kaplagerð. Nú verður hreint og tært vatn æ dýrmætara. Þá vill Landsnet tefla í þá tvísýnu að leggja Suðvesturlínu yfir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Hefur ekki nóg verið syndgað upp á náðina í gjöfulu landi? Margar eru sérhagsmunaklíkur Ísalands en fáar þröngsýnni en Samtök atvinnulífsins. Ekkert er þeim kærkomnara en orkuöflun til einhæfrar álbræðslu og ekkert er þeim klaksárara en auðlindaskattur til þurfandi þjóðar nema vera skyldi leigugjald fyrir kvótann. Í slíkri ofdekrun auðvaldsins virðast fornir fjendur nú eiðsvarnir fóstbræður: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Þeirra forkólfar hafa gengið undir jarðarmen og blandað saman blóði, staðráðnir í að deila og drottna. Nú þegar hreinsa þarf sálarkerald þjóðarinnar er ekki flóafriður fyrir klíkum horfins tíma. Með glýju í augum þrá þær helst af öllu að halda dreggjum sjálfhverfunnar í kerinu góða og brugga þar görótt seyði. Ætli slíkar örlagadísir séu til heilla nú þegar þjóðarsálin þarf á lífsins elixir að halda? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar