Lífið

Amy Winehouse aflýsti fyrirhuguðum tónleikum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Amy Winehouse þarf að aflýsa tónleikum.
Amy Winehouse þarf að aflýsa tónleikum.
Vandræðagemsinn Amy Winehouse hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum í Bretlandi, samkvæmt upplýsingum frá talsmönnum hennar. Hin 25 ára gamla Grammy-stjarna, sem hefur háð harða baráttu við fíkniefnadjöfulinn að undanförnu, átti að leika með hljómsveit sinni í Lundúnum þann 31. maí eftir sumarfrí hennar í Karabíska hafinu. En í yfirlýsingu frá talsmönnum hennar segir að hún þurfi því miður að fresta tónleikunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.