Innlent

Þyngsta dómi sögunnar áfrýjað

Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi dæmdi karlmann í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.
Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi dæmdi karlmann í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Karlmaður sem dæmdur var í desember í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir gróf kynferðisbrot, til margra ára, gegn stjúpdóttur sinni, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Gert er ráð fyrir að dómur þar gangi ekki fyrr en í haust, að því er Fréttablaðinu hefur verið tjáð.

Þetta mun vera þyngsti kynferðis­brotadómur sem gengið hefur hér á landi samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Maðurinn sætti ekki gæsluvarðhaldi, hvorki við rannsókn né dómsmeðferð og ekki eru laga­skilyrði til að úrskurða hann í gæslu­varðhald á þessu stigi máls. Þá er ekki hægt að láta hann hefja afplánun á héraðsdómi sem hefur verið áfrýjað enda liggur ekki fyrir endanlegur dómur um sekt eða sýknu viðkomandi.

Maðurinn sem um ræðir hóf að níðast á stjúpdóttur sinni þegar hún var fimm ára með káfi og þukli. Þegar hún var ellefu til fjórtán ára hafði hann við hana kynferðismök tvisvar til þrisvar í viku um allt að fjögurra ára skeið.

Maðurinn var í héraðsdómi, auk fangelsisrefsingarinnar, dæmdur til að greiða stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×