Innlent

Samkomulag Íslands og ESB tryggir nauðsynlegan sveigjanleika

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins mun tryggja nauðsynlegan sveigjanleika og traustar reglur fyrir atvinnulífið, að mati Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Hún telur að niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn séu lítið skref í rétta átt. Ísland hefur lýst sig reiðubúið að taka á sig skuldbindingar í nýju alþjóðlegu samkomulagi í loftslagsmálum. Yfirlit yfir niðurstöður loftslagsráðstefnunnar er hægt að nálgast í fylgiskjali.

„Óvissa um þær heimildir og almennt um alþjóðlegar reglur eftir 2012 er óþægileg fyrir íslensk stjórnvöld og atvinnulíf og fyrirtæki sem losa gróðurhúsalofttegundir. Með viljayfirlýsingu ráðherraráðs ESB um samstarf við Ísland, sem gengið var frá á meðan Kaupmannahafnar-fundinum stóð, er dregið verulega úr þeirri óvissu. Fullbúinn samningur Íslands við ESB gengur þó ekki í gildi fyrr en nýtt alþjóðlegt samkomulag liggur fyrir," segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×