Lífsstíll og brjóstakrabbamein 17. október 2009 06:00 Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og geta um 10% kvenna átt von á að fá brjóstakrabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Horfur þessara kvenna er þó betri en við greiningu flestra annarra illkynja sjúkdóma og jafnvel betri en ýmissa hjarta- og lungnasjúkdóma. Þannig eru líkur á lækningu eftir greiningu á staðbundnum sjúkdómi einna hæstar á Íslandi eða um 85% og 5 ára horfur betri en 90%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist undanfarna áratugi og þó orsakir þess séu ekki að fullu ljósar hafa faraldsfræðilegar rannsóknir sýnt að fyrir utan erfðafræðilega þætti hafa umhverfi og lífsstíll veruleg áhrif. Helstu orsaka- og áhættuþættir brjóstakrabbameins eru kynhormónatengdir, þ.e. að vera kvenkyns, ungur aldur við fyrstu tíðir, hár aldur við fyrsta barnsburð, styttri brjóstagjöf og hár aldur við tíðahvörf. Einnig er þekkt að löng notkun hormónalyfja (tíðahvarfa- og getnaðarvarnahormón) eykur áhættuna verulega. Aðrir þættir eru m.a. aldur, þyngd og að einhverju leyti kynþáttur. Þó ekki meira en það að ef asísk kona flytur til Vesturlanda eykst hætta hennar á brjóstakrabbameini og verður svipuð og þarlendra en nýgengi á Íslandi er þrisvar sinnum meira en í Asíu. Lífsstíll og umhverfi hefur þannig einnig mikil áhrif og þá einna helst þyngd, hreyfingarleysi, notkun hormónalyfja, fæðusamsetning og áfengisnotkun. Baráttuna við brjóstakrabbamein er mikilvægt að heyja á öllum mögulegum vígstöðvum. Helstu leiðir til að tryggja áframhaldandi góðan árangur á Íslandi eru þrjár: 1) forvarnir, 2) snemmgreining með hjálp skimunar og 3) hágæða heilbrigðisþjónusta sem sérsníður eins og hægt er nauðsynlegar meðferðir að hverri konu fyrir sig. Framfarir undanfarin ár hafa verið á öllum sviðum nútíma heilbrigðisþjónustu, þ.e. við sjúkdómsgreiningu og stigun krabbameina auk nýjunga á sviði skurðaðgerða, geisla- og krabbameinslyfjameðferða. Framundan er von á byltingu í aðgreiningu undirgerða ýmissa krabbameina og þróun nýrra hnitmiðaðra krabbameinslyfja. Framfarirnar hafa þó ekki eingöngu verið til þess að bæta árangur slíkra meðferða heldur einnig til að fækka aukaverkunum og fylgikvillum. Skimun fyrir brjóstakrabbameini er vel skipulögð á Íslandi en slík leit er lykillinn að snemmgreiningu brjóstakrabbameins, þ.e. þegar meinið er lítið og ekki enn finnanlegt með þreifingu, en horfur eru í beinu hlutfalli við stærð og útbreiðslu krabbameinsins í upphafi. Þrátt fyrir ofanskráð felst besti árangurinn í því að lækka nýgengi brjóstakrabbameina og fækka tilfellum með breyttu lífsmynstri en algengustu dánarorsakir vegna hjarta- og æðasjúkdóma og ýmissa krabbameina eru beintengd vestrænum lífsstíl. Þar er þá helst átt við reykingar, umhverfismengun, offitu, hreyfingarleysi, fæðusamsetningu og áfengisnotkun. Mikilvægast til að ná árangri í forvörnum er að einstaklingar sjálfir taki ábyrgð á eigin heilsu með heilbrigðum lífsstíl. Það er svo hlutverk yfirvalda að aðstoða með mótun samfélagsins og að skapa umgjörð fyrir heilbrigt líferni. Leiðbeiningar frá heilbrigðisyfirvöldum eru einfaldar; haltu kjörþyngd, stundaðu líkamsrækt reglulega, forðastu orkuríkt fæði og sykraða drykkjarvöru, takmarkaðu kjötneyslu og þá sérstaklega rautt kjöt og unna kjötvöru, neyttu jurtafæðu, neyttu fjölbreyttrar fæðu og ekki fæðubótaefna, reyktu ekki og neyttu áfengis í hófi. Einnig telja margir að mikil saltneysla og ákveðnar geymslu- og matreiðsluaðferðir eins og reyking, grill og steiking séu varasamar. Við vitum að konur sem hafa læknast af brjóstakrabbameini eru fjórfalt líklegri til að fá slíkt mein aftur miðað við aðrar konur. Vegna þessa er regluleg sjálfskoðun, eftirlit læknis og myndataka ráðlögð. Konur geta einnig haft áhrif og minnkað hættuna. Nýlega birtust rannsóknarniðurstöður i virtu vísindatímariti „Journal of Clinical Oncology“ sem sýna að hjá konum sem hafa læknast af brjóstakrabbameini veldur offita (BMI 30 eða hærri) um 50% meiri hættu á nýju brjóstakrabbameini. Einnig var sýnt fram á að töluverð (7 eða fleiri drykkir á viku) áfengisnotkun eykur áhættuna um 200% og allar reykingar um rúmlega 200% en áður hafa reykingar ekki verið taldar mikilvægur áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Að ofangreindu er ljóst að konur verða að taka sjálfar ábyrgð á eigin heilbrigði. Vitneskjan er fyrir hendi en það vantar töluvert upp á að við lifum eftir henni. Höfundur er lyf- og krabbameinslæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og geta um 10% kvenna átt von á að fá brjóstakrabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Horfur þessara kvenna er þó betri en við greiningu flestra annarra illkynja sjúkdóma og jafnvel betri en ýmissa hjarta- og lungnasjúkdóma. Þannig eru líkur á lækningu eftir greiningu á staðbundnum sjúkdómi einna hæstar á Íslandi eða um 85% og 5 ára horfur betri en 90%. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist undanfarna áratugi og þó orsakir þess séu ekki að fullu ljósar hafa faraldsfræðilegar rannsóknir sýnt að fyrir utan erfðafræðilega þætti hafa umhverfi og lífsstíll veruleg áhrif. Helstu orsaka- og áhættuþættir brjóstakrabbameins eru kynhormónatengdir, þ.e. að vera kvenkyns, ungur aldur við fyrstu tíðir, hár aldur við fyrsta barnsburð, styttri brjóstagjöf og hár aldur við tíðahvörf. Einnig er þekkt að löng notkun hormónalyfja (tíðahvarfa- og getnaðarvarnahormón) eykur áhættuna verulega. Aðrir þættir eru m.a. aldur, þyngd og að einhverju leyti kynþáttur. Þó ekki meira en það að ef asísk kona flytur til Vesturlanda eykst hætta hennar á brjóstakrabbameini og verður svipuð og þarlendra en nýgengi á Íslandi er þrisvar sinnum meira en í Asíu. Lífsstíll og umhverfi hefur þannig einnig mikil áhrif og þá einna helst þyngd, hreyfingarleysi, notkun hormónalyfja, fæðusamsetning og áfengisnotkun. Baráttuna við brjóstakrabbamein er mikilvægt að heyja á öllum mögulegum vígstöðvum. Helstu leiðir til að tryggja áframhaldandi góðan árangur á Íslandi eru þrjár: 1) forvarnir, 2) snemmgreining með hjálp skimunar og 3) hágæða heilbrigðisþjónusta sem sérsníður eins og hægt er nauðsynlegar meðferðir að hverri konu fyrir sig. Framfarir undanfarin ár hafa verið á öllum sviðum nútíma heilbrigðisþjónustu, þ.e. við sjúkdómsgreiningu og stigun krabbameina auk nýjunga á sviði skurðaðgerða, geisla- og krabbameinslyfjameðferða. Framundan er von á byltingu í aðgreiningu undirgerða ýmissa krabbameina og þróun nýrra hnitmiðaðra krabbameinslyfja. Framfarirnar hafa þó ekki eingöngu verið til þess að bæta árangur slíkra meðferða heldur einnig til að fækka aukaverkunum og fylgikvillum. Skimun fyrir brjóstakrabbameini er vel skipulögð á Íslandi en slík leit er lykillinn að snemmgreiningu brjóstakrabbameins, þ.e. þegar meinið er lítið og ekki enn finnanlegt með þreifingu, en horfur eru í beinu hlutfalli við stærð og útbreiðslu krabbameinsins í upphafi. Þrátt fyrir ofanskráð felst besti árangurinn í því að lækka nýgengi brjóstakrabbameina og fækka tilfellum með breyttu lífsmynstri en algengustu dánarorsakir vegna hjarta- og æðasjúkdóma og ýmissa krabbameina eru beintengd vestrænum lífsstíl. Þar er þá helst átt við reykingar, umhverfismengun, offitu, hreyfingarleysi, fæðusamsetningu og áfengisnotkun. Mikilvægast til að ná árangri í forvörnum er að einstaklingar sjálfir taki ábyrgð á eigin heilsu með heilbrigðum lífsstíl. Það er svo hlutverk yfirvalda að aðstoða með mótun samfélagsins og að skapa umgjörð fyrir heilbrigt líferni. Leiðbeiningar frá heilbrigðisyfirvöldum eru einfaldar; haltu kjörþyngd, stundaðu líkamsrækt reglulega, forðastu orkuríkt fæði og sykraða drykkjarvöru, takmarkaðu kjötneyslu og þá sérstaklega rautt kjöt og unna kjötvöru, neyttu jurtafæðu, neyttu fjölbreyttrar fæðu og ekki fæðubótaefna, reyktu ekki og neyttu áfengis í hófi. Einnig telja margir að mikil saltneysla og ákveðnar geymslu- og matreiðsluaðferðir eins og reyking, grill og steiking séu varasamar. Við vitum að konur sem hafa læknast af brjóstakrabbameini eru fjórfalt líklegri til að fá slíkt mein aftur miðað við aðrar konur. Vegna þessa er regluleg sjálfskoðun, eftirlit læknis og myndataka ráðlögð. Konur geta einnig haft áhrif og minnkað hættuna. Nýlega birtust rannsóknarniðurstöður i virtu vísindatímariti „Journal of Clinical Oncology“ sem sýna að hjá konum sem hafa læknast af brjóstakrabbameini veldur offita (BMI 30 eða hærri) um 50% meiri hættu á nýju brjóstakrabbameini. Einnig var sýnt fram á að töluverð (7 eða fleiri drykkir á viku) áfengisnotkun eykur áhættuna um 200% og allar reykingar um rúmlega 200% en áður hafa reykingar ekki verið taldar mikilvægur áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Að ofangreindu er ljóst að konur verða að taka sjálfar ábyrgð á eigin heilbrigði. Vitneskjan er fyrir hendi en það vantar töluvert upp á að við lifum eftir henni. Höfundur er lyf- og krabbameinslæknir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar