Erlent

Lögregla skaut mann í Kalundborg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Kalundborg á Sjálandi skaut mann til bana um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hann hafði gert tilraun til að keyra tvo lögreglumenn niður á bíl sínum. Lögreglu barst tilkynning um mann sem gekk á milli bíla og lýsti inn í þá með vasaljósi. Tveir lögregluþjónar fóru á vettvang og skömmu síðar voru tveir í viðbót komnir. Bíl var þá ekið ógnandi að fyrri lögregluþjónunum tveimur sem gripu vopn sín og skutu nokkrum skotum á bílinn. Hann sveigði frá og hafnaði á steinvegg skammt frá. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn af völdum skotsára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×