Enski boltinn

Hermann orðaður við Wolves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Arnþór
Hermann Hreiðarsson er í enskum fjölmiðlum í dag orðaður við Wolves sem í gær vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur Hermanns við Portsmouth rennur út í sumar og segir í frétt í News of the World að ólíklegt er að honum verði boðinn nýr samningur.

Hermann verður 35 ára gamall í sumar og á langan feril að baki í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur leikið með sex félögum í Englandi, þar af fimm úrvalsdeildarfélögum. Hann hefur skorað með öllum þessum liðum en fáir hafa afrekað að skora fyrir svo mörg lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Wolves gæti orðið sjötta liðið á þeim lista ef Hermann fer til liðsins.

Hann var næstum genginn til liðs við Reading í janúar síðastliðnum en hætta var við kaupin á síðustu stundu. Hann hefur átt fast sæti í byrjunarliði Portsmouth á síðari hluta tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×