Innlent

Vill aðstoða fyrirtæki í verslun með vaxtalækkun

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að aðstoða eigi fyrirtæki í verslun með vaxtalækkun. Núverandi vaxtastig leiki fyrirtækin illa.

,,Fyrir utan byggingavinnu hafa flestir innan verslunar misst vinnuna eða rúmlega 3000 manns," segir Ásta.  

Ásta mun spyrja Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um stöðu og starfsumhverfi íslenskrar verslunar. Ásta vill vita um fyrirætlun ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. ,,Það er auðveldara að vernda störfin heldur en að koma þeim upp aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×