Erlent

Maður í gervi villisvíns skotinn til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Villisvín eru gjarnan á borðum Grikkja um jólin.
Villisvín eru gjarnan á borðum Grikkja um jólin. MYND/Telegraph

Tveir grískir veiðimenn skutu þann þriðja til bana um helgina þar sem hann skreið um í skóglendi, sveipaður feldi sem hann notaði til að dulbúast sem villisvín og freista þess þannig að veiða eitt slíkt. Veiðimennirnir sem skutu hann voru einmitt á ferð í svipuðum tilgangi en villisvín eru vinsæll jólamatur hjá Grikkjum. Slysið átti sér stað í skógi utan við bæinn Nemea í norðurhluta landsins og var maðurinn, sem er tæplega fimmtugur, úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×