Enski boltinn

Útlitið dökkt hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer öskrar á sína menn í leiknum í dag.
Alan Shearer öskrar á sína menn í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images

Tottenham vann í dag 1-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Útlitið er því enn dökkt fyrir Alan Shearer og hans menn hjá síðarnefnda liðinu.

Darren Bent skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Luka Modric reyndi sendingu á Robbie Keane en Sebastian Bassong, leikmaður Newcastle, komst í sendinguna. Af honum fór boltinn beint fyrir fætur Bent sem skaut að marki. Steve Harper varði fyrst frá honum en Bent náði frákastinu og skoraði í autt netið úr þröngu færi.

Newcastle sá aldrei til sólar í leiknum og virðist eiga langt í land með að bæta spilamennsku liðsins og bjarga þar með sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Sem stendur er liðið í nítjánda og næstneðsta sætinu með 30 stig, einu á eftir Middlesbrough og fjórum á eftir Blackburn sem er í sautjánda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×