Lítið eitt um Lottó Eiður Guðnason skrifar 2. desember 2009 06:00 Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu stutt grein eftir Ágúst Guðmundsson, forseta Bandalags íslenskra listamanna. Greinin hét: Menning og lottó. Sá sem þetta ritar, hefur ekki orðið þess var að greinin hafi vakið nein viðbrögð. Í greininni kemur fram að bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi njóti menningin góðs af miklum hagnaði af lottórekstri. Gildandi lög um lottó, eða talnagetraunir, hér á landi voru upphaflega samþykkt í maí 1986. Þá fengu þrír aðilar einkaleyfi til að reka lottó fram til ársloka árið 2005. Í desember árið 2003 var þetta einkaleyfi framlengt til 1. janúar árið 2019. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs er beinn ríkisstyrkur. Þau þrenn samtök, sem skipta með sér hagnaði af þessu ábatasama fyrirtæki eru: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (60%) og Öryrkjabandalag Íslands (40%). Þrír stjórnmálaflokkar gerðu með sér óformlegt bandalag á þingi um að hafa þetta svona. Það samkomulag var gert að næturlagi í þingflokksherbergi Alþýðubandalagsins, - líklega reykfylltu bakherbergi,- eða þannig. Þetta voru: Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn var aðalbakhjarl íþróttahreyfingarinnar, Framsókn sá um Ungmennafélagið sem lengi hafði verið eins konar deild í flokknum, Alþýðubandalagið talaði einkum fyrir Öryrkjabandalagið. Oddur Ólafsson, læknir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði upphaflega flutt þetta mál. Ætlan Odds var sú að Öryrkjabandalagið eitt nyti góðs af talnagetraunum. Oddur var alla tíð öflugur talsmaður öryrkja á Alþingi. Þá brá svo við að Ellert B. Schram, sem þá var þingmaður utan flokka en jafnframt forystumaður í Íþróttahreyfingunni, stöðvaði málið með málþófi í neðri deild þingsins. Upp úr því var svo gert þetta samkomulag sem fyrr getur. Alþýðuflokknum var haldið fyrir utan þennan bræðing þessara þriggja stjórnmálaflokka. Þetta var fyrir rúmlega 23 árum. Í umræðum um málið leyfði ég mér að benda á að verið væri að setja á laggirnar einhverja afkastamestu peningamaskínu sem nokkurn tíma hefði verið gangsett á Íslandi. Það reyndist rétt. Ég gagnrýndi einnig hinn langa gildistíma laganna, sem þá var „aðeins" fram til 2005 og ennfremur að ekki skyldu fleiri samtök eða verkefni á sviði mannúðar- og menningarmála njóta góðs af þessari nýjung. Ég talaði fyrir daufum eyrum. Það var búið að ákveða þetta. Kökunni hafði þegar verið skipt. Mig minnir, að ég hafi lagt til að skipting hagnaðar af þessu fyrirtæki yrði endurskoðuð á fimm ára fresti eða svo. Ekki var heldur hlustað á það. Þegar ég nú löngu seinna skoða það sem minnihluti allsherjarnefndar efri deildar, þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Stefán Benediktsson auk mín höfðu um þetta mál að segja er ég svolítið stoltur. Allt sem við sögðum hefur reynst rétt. Með þessu greinarkorni er tekið undir það sjónarmið forseta Bandalags íslenskra listamanna að fleiri fái að njóta góðs af lottóarðinum. Það þarf að endurskoða þetta kerfi frá grunni og það þarf að gera áður en núverandi einkaleyfi rennur út. Tvímælalaust ber að íhuga að gefa fleiri samtökum möguleika á að starfrækja starfsemi af þessu tagi þar sem ágóðinn færi til mannúðar- og menningarmála. Lottóarðurinn á ekki að fara í að greiða innlendum eða innfluttum atvinnumönnum í íþróttum ofurlaun. Eða til að fjármagna fyrirhugaðan hótelrekstur og lóðabrask Ungmennafélags Íslands í miðborg Reykjavíkur eins og frægt er að endemum. Í tæpan aldarfjórðung hafa þessir þrír aðilar skipt með sér lottóarðinum. Nú þarf að hugsa málið upp á nýtt, semja nýjar reglur. ES: Hinn 10. nóvember óskaði greinarhöfundur eftir upplýsingum um rekstrarkostnað Íslenskrar getspár, arð af rekstrinum og skiptingu hans milli eignaraðila síðastliðin fimm ár. Þeim upplýsingum var lofað. Þær hafa ekki borist. Þegar spurt var, þá var hins vegar spurt á móti frá Íslenskri getspá hvers vegna undirritaður vildi fá þessar upplýsingar. Þá spurði undirritaður hvort þetta væru ekki opinberar upplýsingar. Þá var sagt að þetta yrði tekið saman. Það er greinilega mikil vinna og tímafrek. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu stutt grein eftir Ágúst Guðmundsson, forseta Bandalags íslenskra listamanna. Greinin hét: Menning og lottó. Sá sem þetta ritar, hefur ekki orðið þess var að greinin hafi vakið nein viðbrögð. Í greininni kemur fram að bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi njóti menningin góðs af miklum hagnaði af lottórekstri. Gildandi lög um lottó, eða talnagetraunir, hér á landi voru upphaflega samþykkt í maí 1986. Þá fengu þrír aðilar einkaleyfi til að reka lottó fram til ársloka árið 2005. Í desember árið 2003 var þetta einkaleyfi framlengt til 1. janúar árið 2019. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs er beinn ríkisstyrkur. Þau þrenn samtök, sem skipta með sér hagnaði af þessu ábatasama fyrirtæki eru: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (60%) og Öryrkjabandalag Íslands (40%). Þrír stjórnmálaflokkar gerðu með sér óformlegt bandalag á þingi um að hafa þetta svona. Það samkomulag var gert að næturlagi í þingflokksherbergi Alþýðubandalagsins, - líklega reykfylltu bakherbergi,- eða þannig. Þetta voru: Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn var aðalbakhjarl íþróttahreyfingarinnar, Framsókn sá um Ungmennafélagið sem lengi hafði verið eins konar deild í flokknum, Alþýðubandalagið talaði einkum fyrir Öryrkjabandalagið. Oddur Ólafsson, læknir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði upphaflega flutt þetta mál. Ætlan Odds var sú að Öryrkjabandalagið eitt nyti góðs af talnagetraunum. Oddur var alla tíð öflugur talsmaður öryrkja á Alþingi. Þá brá svo við að Ellert B. Schram, sem þá var þingmaður utan flokka en jafnframt forystumaður í Íþróttahreyfingunni, stöðvaði málið með málþófi í neðri deild þingsins. Upp úr því var svo gert þetta samkomulag sem fyrr getur. Alþýðuflokknum var haldið fyrir utan þennan bræðing þessara þriggja stjórnmálaflokka. Þetta var fyrir rúmlega 23 árum. Í umræðum um málið leyfði ég mér að benda á að verið væri að setja á laggirnar einhverja afkastamestu peningamaskínu sem nokkurn tíma hefði verið gangsett á Íslandi. Það reyndist rétt. Ég gagnrýndi einnig hinn langa gildistíma laganna, sem þá var „aðeins" fram til 2005 og ennfremur að ekki skyldu fleiri samtök eða verkefni á sviði mannúðar- og menningarmála njóta góðs af þessari nýjung. Ég talaði fyrir daufum eyrum. Það var búið að ákveða þetta. Kökunni hafði þegar verið skipt. Mig minnir, að ég hafi lagt til að skipting hagnaðar af þessu fyrirtæki yrði endurskoðuð á fimm ára fresti eða svo. Ekki var heldur hlustað á það. Þegar ég nú löngu seinna skoða það sem minnihluti allsherjarnefndar efri deildar, þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Stefán Benediktsson auk mín höfðu um þetta mál að segja er ég svolítið stoltur. Allt sem við sögðum hefur reynst rétt. Með þessu greinarkorni er tekið undir það sjónarmið forseta Bandalags íslenskra listamanna að fleiri fái að njóta góðs af lottóarðinum. Það þarf að endurskoða þetta kerfi frá grunni og það þarf að gera áður en núverandi einkaleyfi rennur út. Tvímælalaust ber að íhuga að gefa fleiri samtökum möguleika á að starfrækja starfsemi af þessu tagi þar sem ágóðinn færi til mannúðar- og menningarmála. Lottóarðurinn á ekki að fara í að greiða innlendum eða innfluttum atvinnumönnum í íþróttum ofurlaun. Eða til að fjármagna fyrirhugaðan hótelrekstur og lóðabrask Ungmennafélags Íslands í miðborg Reykjavíkur eins og frægt er að endemum. Í tæpan aldarfjórðung hafa þessir þrír aðilar skipt með sér lottóarðinum. Nú þarf að hugsa málið upp á nýtt, semja nýjar reglur. ES: Hinn 10. nóvember óskaði greinarhöfundur eftir upplýsingum um rekstrarkostnað Íslenskrar getspár, arð af rekstrinum og skiptingu hans milli eignaraðila síðastliðin fimm ár. Þeim upplýsingum var lofað. Þær hafa ekki borist. Þegar spurt var, þá var hins vegar spurt á móti frá Íslenskri getspá hvers vegna undirritaður vildi fá þessar upplýsingar. Þá spurði undirritaður hvort þetta væru ekki opinberar upplýsingar. Þá var sagt að þetta yrði tekið saman. Það er greinilega mikil vinna og tímafrek. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun