Lítið eitt um Lottó Eiður Guðnason skrifar 2. desember 2009 06:00 Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu stutt grein eftir Ágúst Guðmundsson, forseta Bandalags íslenskra listamanna. Greinin hét: Menning og lottó. Sá sem þetta ritar, hefur ekki orðið þess var að greinin hafi vakið nein viðbrögð. Í greininni kemur fram að bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi njóti menningin góðs af miklum hagnaði af lottórekstri. Gildandi lög um lottó, eða talnagetraunir, hér á landi voru upphaflega samþykkt í maí 1986. Þá fengu þrír aðilar einkaleyfi til að reka lottó fram til ársloka árið 2005. Í desember árið 2003 var þetta einkaleyfi framlengt til 1. janúar árið 2019. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs er beinn ríkisstyrkur. Þau þrenn samtök, sem skipta með sér hagnaði af þessu ábatasama fyrirtæki eru: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (60%) og Öryrkjabandalag Íslands (40%). Þrír stjórnmálaflokkar gerðu með sér óformlegt bandalag á þingi um að hafa þetta svona. Það samkomulag var gert að næturlagi í þingflokksherbergi Alþýðubandalagsins, - líklega reykfylltu bakherbergi,- eða þannig. Þetta voru: Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn var aðalbakhjarl íþróttahreyfingarinnar, Framsókn sá um Ungmennafélagið sem lengi hafði verið eins konar deild í flokknum, Alþýðubandalagið talaði einkum fyrir Öryrkjabandalagið. Oddur Ólafsson, læknir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði upphaflega flutt þetta mál. Ætlan Odds var sú að Öryrkjabandalagið eitt nyti góðs af talnagetraunum. Oddur var alla tíð öflugur talsmaður öryrkja á Alþingi. Þá brá svo við að Ellert B. Schram, sem þá var þingmaður utan flokka en jafnframt forystumaður í Íþróttahreyfingunni, stöðvaði málið með málþófi í neðri deild þingsins. Upp úr því var svo gert þetta samkomulag sem fyrr getur. Alþýðuflokknum var haldið fyrir utan þennan bræðing þessara þriggja stjórnmálaflokka. Þetta var fyrir rúmlega 23 árum. Í umræðum um málið leyfði ég mér að benda á að verið væri að setja á laggirnar einhverja afkastamestu peningamaskínu sem nokkurn tíma hefði verið gangsett á Íslandi. Það reyndist rétt. Ég gagnrýndi einnig hinn langa gildistíma laganna, sem þá var „aðeins" fram til 2005 og ennfremur að ekki skyldu fleiri samtök eða verkefni á sviði mannúðar- og menningarmála njóta góðs af þessari nýjung. Ég talaði fyrir daufum eyrum. Það var búið að ákveða þetta. Kökunni hafði þegar verið skipt. Mig minnir, að ég hafi lagt til að skipting hagnaðar af þessu fyrirtæki yrði endurskoðuð á fimm ára fresti eða svo. Ekki var heldur hlustað á það. Þegar ég nú löngu seinna skoða það sem minnihluti allsherjarnefndar efri deildar, þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Stefán Benediktsson auk mín höfðu um þetta mál að segja er ég svolítið stoltur. Allt sem við sögðum hefur reynst rétt. Með þessu greinarkorni er tekið undir það sjónarmið forseta Bandalags íslenskra listamanna að fleiri fái að njóta góðs af lottóarðinum. Það þarf að endurskoða þetta kerfi frá grunni og það þarf að gera áður en núverandi einkaleyfi rennur út. Tvímælalaust ber að íhuga að gefa fleiri samtökum möguleika á að starfrækja starfsemi af þessu tagi þar sem ágóðinn færi til mannúðar- og menningarmála. Lottóarðurinn á ekki að fara í að greiða innlendum eða innfluttum atvinnumönnum í íþróttum ofurlaun. Eða til að fjármagna fyrirhugaðan hótelrekstur og lóðabrask Ungmennafélags Íslands í miðborg Reykjavíkur eins og frægt er að endemum. Í tæpan aldarfjórðung hafa þessir þrír aðilar skipt með sér lottóarðinum. Nú þarf að hugsa málið upp á nýtt, semja nýjar reglur. ES: Hinn 10. nóvember óskaði greinarhöfundur eftir upplýsingum um rekstrarkostnað Íslenskrar getspár, arð af rekstrinum og skiptingu hans milli eignaraðila síðastliðin fimm ár. Þeim upplýsingum var lofað. Þær hafa ekki borist. Þegar spurt var, þá var hins vegar spurt á móti frá Íslenskri getspá hvers vegna undirritaður vildi fá þessar upplýsingar. Þá spurði undirritaður hvort þetta væru ekki opinberar upplýsingar. Þá var sagt að þetta yrði tekið saman. Það er greinilega mikil vinna og tímafrek. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu stutt grein eftir Ágúst Guðmundsson, forseta Bandalags íslenskra listamanna. Greinin hét: Menning og lottó. Sá sem þetta ritar, hefur ekki orðið þess var að greinin hafi vakið nein viðbrögð. Í greininni kemur fram að bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi njóti menningin góðs af miklum hagnaði af lottórekstri. Gildandi lög um lottó, eða talnagetraunir, hér á landi voru upphaflega samþykkt í maí 1986. Þá fengu þrír aðilar einkaleyfi til að reka lottó fram til ársloka árið 2005. Í desember árið 2003 var þetta einkaleyfi framlengt til 1. janúar árið 2019. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs er beinn ríkisstyrkur. Þau þrenn samtök, sem skipta með sér hagnaði af þessu ábatasama fyrirtæki eru: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (60%) og Öryrkjabandalag Íslands (40%). Þrír stjórnmálaflokkar gerðu með sér óformlegt bandalag á þingi um að hafa þetta svona. Það samkomulag var gert að næturlagi í þingflokksherbergi Alþýðubandalagsins, - líklega reykfylltu bakherbergi,- eða þannig. Þetta voru: Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið. Sjálfstæðisflokkurinn var aðalbakhjarl íþróttahreyfingarinnar, Framsókn sá um Ungmennafélagið sem lengi hafði verið eins konar deild í flokknum, Alþýðubandalagið talaði einkum fyrir Öryrkjabandalagið. Oddur Ólafsson, læknir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði upphaflega flutt þetta mál. Ætlan Odds var sú að Öryrkjabandalagið eitt nyti góðs af talnagetraunum. Oddur var alla tíð öflugur talsmaður öryrkja á Alþingi. Þá brá svo við að Ellert B. Schram, sem þá var þingmaður utan flokka en jafnframt forystumaður í Íþróttahreyfingunni, stöðvaði málið með málþófi í neðri deild þingsins. Upp úr því var svo gert þetta samkomulag sem fyrr getur. Alþýðuflokknum var haldið fyrir utan þennan bræðing þessara þriggja stjórnmálaflokka. Þetta var fyrir rúmlega 23 árum. Í umræðum um málið leyfði ég mér að benda á að verið væri að setja á laggirnar einhverja afkastamestu peningamaskínu sem nokkurn tíma hefði verið gangsett á Íslandi. Það reyndist rétt. Ég gagnrýndi einnig hinn langa gildistíma laganna, sem þá var „aðeins" fram til 2005 og ennfremur að ekki skyldu fleiri samtök eða verkefni á sviði mannúðar- og menningarmála njóta góðs af þessari nýjung. Ég talaði fyrir daufum eyrum. Það var búið að ákveða þetta. Kökunni hafði þegar verið skipt. Mig minnir, að ég hafi lagt til að skipting hagnaðar af þessu fyrirtæki yrði endurskoðuð á fimm ára fresti eða svo. Ekki var heldur hlustað á það. Þegar ég nú löngu seinna skoða það sem minnihluti allsherjarnefndar efri deildar, þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Stefán Benediktsson auk mín höfðu um þetta mál að segja er ég svolítið stoltur. Allt sem við sögðum hefur reynst rétt. Með þessu greinarkorni er tekið undir það sjónarmið forseta Bandalags íslenskra listamanna að fleiri fái að njóta góðs af lottóarðinum. Það þarf að endurskoða þetta kerfi frá grunni og það þarf að gera áður en núverandi einkaleyfi rennur út. Tvímælalaust ber að íhuga að gefa fleiri samtökum möguleika á að starfrækja starfsemi af þessu tagi þar sem ágóðinn færi til mannúðar- og menningarmála. Lottóarðurinn á ekki að fara í að greiða innlendum eða innfluttum atvinnumönnum í íþróttum ofurlaun. Eða til að fjármagna fyrirhugaðan hótelrekstur og lóðabrask Ungmennafélags Íslands í miðborg Reykjavíkur eins og frægt er að endemum. Í tæpan aldarfjórðung hafa þessir þrír aðilar skipt með sér lottóarðinum. Nú þarf að hugsa málið upp á nýtt, semja nýjar reglur. ES: Hinn 10. nóvember óskaði greinarhöfundur eftir upplýsingum um rekstrarkostnað Íslenskrar getspár, arð af rekstrinum og skiptingu hans milli eignaraðila síðastliðin fimm ár. Þeim upplýsingum var lofað. Þær hafa ekki borist. Þegar spurt var, þá var hins vegar spurt á móti frá Íslenskri getspá hvers vegna undirritaður vildi fá þessar upplýsingar. Þá spurði undirritaður hvort þetta væru ekki opinberar upplýsingar. Þá var sagt að þetta yrði tekið saman. Það er greinilega mikil vinna og tímafrek. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun