Innlent

Flokkar hafa ekki gott af því að vera lengi við völd

Þorgerður Katrín.
Þorgerður Katrín. Mynd/Anton Brink
Ekki er þörf á að stofna nýjan hægriflokk hér á landi, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún telur engan flokk hafa gott að því að sitja samfellt við völd í mörg ár.

„Ég er ekki alveg sammála því að það þurfi eitthvað nýtt frjálslynt hægriafl. Það er stór og mikill flokkur þarna ennþá sem er Sjálfstæðisflokkurinn og hann hefur að vissu marki verið endurnýjaður," sagði Þorgerður í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun.

Varaformaðurinn sagði engan flokk hafa gott af því að sitja samfellt við völd í 18 til 30 ár án þess að fara í gegnum einhverja endurnýjun. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram innan Sjálfstæðisflokksins að undanförnu.

„Við erum að endurnýja okkur varðandi vinnubrögð. Við erum að fara í gegnum nýja uppbyggingu á málefnastarfi og við erum búin að vera að funda víða um landið," sagði Þorgerður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×