Erlent

Ætla að greiða fjölskyldunum bætur

Frá Kína í september í fyrra. Sex börn og 300 þúsund veiktust eftir hafa drukkið eitraða mjólk.
Frá Kína í september í fyrra. Sex börn og 300 þúsund veiktust eftir hafa drukkið eitraða mjólk. Mynd/AP
Kínversk mjólkurfyrirtæki hafa gefið það út að þau séu reiðubúin að greiða fjölskyldum barnanna sem veiktust eftir að hafa drukkið eitraða mjólk á síðasta ári bætur. Þá létust að minnsta kosti sex börn og 300 þúsund veiktust eftir hafa drukkið eitraða mjólk.

Mjólkin hafði verið þynnt út og efninu melamín bætt út í hana til þess að gabba eftirlitsmenn sem fylgdust með prótín innihaldi hennar. Melamín er meðal annars notað við framleiðslu á plasti og áburði. Efnið getur valdið nýrnabilum og nýrnasteinum.

Tveir menn voru líflátnir fyrr í vikunni vegna málsins. Þeir voru báðir framkvæmdastjórar í fyrirtækinu Sanlu sem framleiddu mjólkurduftið. Þrír aðrir yfirmenn hlutu fimm til fimmtán ára fangelsisdóma. 19 aðrir bíða dóms.

Forsætisráðherra Kína, hefur sagt að kínversk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á því að þúsundir kínverskra

barna sýktust af mjólkinni. Þótt að vandamál hafi komið upp í framleiðslufyrirtækjunum þá beri ríkisstjórnin einnig ábyrgð þar sem eftirliti hafi verið ábótavant.

Kínversk mjólkurfyrirtæki, sem seldu mjólkina, hafa gefið það út að þau séu reiðubúin að greiða fjölskyldum barnanna sem veiktust bætur. Um 22 fyrirtæki munu greiða bæturnar en ekki hefur komið fram hversu háar þær eru eða hvenær þær verða greiddar út til forráðamanna barnanna. Dómstólar munu brátt úrskurða um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×