Erlent

Framkvæmdastjóri SÞ bjartsýnn

Mynd/AP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er bjartsýnn á að góður árangur muni nást á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Hann telur líklegt að þjóðarleiðtogarnir sem sækja ráðstefnuna komi sér saman um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kemur til Kaupmannahafnar 9. desember og ávarpar ráðstefnuna, sem hefst 7. desember. Þar ætlar hann að greina frá hvaða markmið Bandaríkin ætla að setja sér í losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðgjafi forsetans segir að Obama hafi ákveðið að mæta á ráðstefnuna til þess að setja kraft í samningaviðræðurnar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×