Innlent

Fordæma máttlítil viðbrögð við árásum Breta á Íslendinga

Hörður Torfason talar rödd fólksins.
Hörður Torfason talar rödd fólksins.
Raddir fólksins fordæma máttlítil og ómarkviss viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við leifturárás Breta á landsmenn. Nýta eigi einn kost af þremur í lögsókn á hendur breskum stjórnvöldum og ádráttur sé gefinn um mögulega kæru til Mannréttindadómstólsins. Þetta segir í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

Þar segir að í þrjá mánuði hafi Íslendingar mátt þola óvenju óvægnar árásir Breta á íslenskt hagkerfi. Með beitingu hryðuverkalaga 8. október síðastliðinn á vopnlausa vinaþjóð hafi bresk stjórnvöld í rauninni lýst stríði á hendur Íslendingum.

„Afleiðingarnar eru ógnvekjandi. Með fullri sanngirni má halda því fram að greiðslur landsmanna vegna Icesave málsins muni nema andvirði a.m.k. 40 framhaldsskóla á ári - næsta áratuginn. Allir raunsæir menn sjá að það er með öllu óraunhæft að leggja slíkar drápsklyfjar á fámenna þjóð," segir í yfirlýsingunni.

Raddir fólksins segja að þjóðin kalli eftir markvissri og framsýnni forystu. Þjóðin þurfi eldhuga sem þori, skilji og vilji vinna þjóðinni allt það gagn sem verða megi, í stað freðinna fortíðarþursa sem stórskaði þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×