Ljósið í myrkrinu 23. desember 2009 06:00 Berglind Kristinsdóttir skrifar um Ljósið. Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á Langholtsvegi 43, hefur nú verið starfrækt í 4 ár. Þar sem áður var útibú Landsbankans er nú starfræktur „Gleðibankinn". Lítið hefur farið fyrir starfi okkar í fjölmiðlum enda starfar þar fólk sem ekki er að berja sér á brjóst, né að upphefja sig á nokkurn hátt. En orðrómur metnaðarfulls og faglegs starfs Ljóssins hefur borist manna á milli, þá sérstaklega þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu þess á einhvern hátt. Að taka virkan þátt í lífinuÞeim fjölgar dag frá degi sem komast í kynni við Ljósið, því þriðji hver landsmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar það gerist verður umbylting á daglegri iðju einstaklingsins og fjölskyldu hans, en þá sem aldrei fyrr reynir á stuðning frá umhverfinu og endurhæfingu. Að greinast með krabbamein setur af stað ákveðið breytingarferli hjá einstaklingnum. Hver og einn þarf að laga sig að breyttri lífssýn. Í Ljósinu gefst einstaklingum kostur á að fá stuðning við það, bæði frá fagaðilum Ljóssins og frá öðrum Ljósberum (þeir sem taka þátt í starfinu). Að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í lífinu þrátt fyrir veikindi eða örorku er skilgreint sem heilsa samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Ljósið veitir krabbameinsgreindum einstaklingum þetta tækifæri.Hinn 29. nóvember síðastliðinn var haldin handverkssala í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Ég, ásamt fleiri Ljósberum, var svo heppin að taka þátt í þessum skemmtilega degi. Salan fór fram úr björtustu vonum. Þegar ég lagðist til hvílu um kvöldið gat ég ekki sofnað því djúpt frá hjartarótum fann ég fyrir svo mikilli gleði, þakklæti og stolti yfir þessum frábæra degi. Ég fann mig knúna til að skrifa í Fréttablaðið því allir landsmenn verða að fá að vita af þessu merka starfi. Jákvæðnin, samheldnin og velvildin var nánast áþreifanleg þennan dag og langar mig sérstaklega að þakka öllum Ljósberum og velunnurum sem allir gáfu vinnu sína, handverk og/eða mættu með kökur á söluna. Að hugsa til allra Ljósberanna og velunnara sem hver og einn voru með ákveðið hlutverk, lögðu sitt af mörkum til að gera daginn ógleymanlegan. Með viljann að vopniVið Íslendingar eru ótrúlega öflugir, þrautseigir, magnaðir og getum lyft grettistaki með viljann að vopni. Allt þetta fallega handverk sem unnið var í endurhæfingunni með það að markmiði að efla sig og styrkja var nú komið á flottasta handverksmarkað sem ég hef séð. Kvennakór Kópavogs söng fyrir okkur og kvartett frá Sinfóníuhljómsveit Íslands gerði stemninguna enn hátíðlegri. Allir þessir aðilar trúa á mátt Ljóssins og vilja hjálpa að halda lífi í Ljósinu, að láta Ljósið skína. Ég er stolt af því að taka þátt í þessu frábæra starfi sem Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi er hugmyndasmiður að. Starfsemi Ljóssins er byggð á hugmyndafræði iðjuþjálfa. Starfsemin á sér ekki fyrirmynd í heiminum og erum við því sannir brautryðjendur og fyrirmynd annarra þjóða að viðlíka starfi, íslenskt hugvit. Að vera brautryðjandi og frumkvöðull getur oft á tíðum reynst erfitt og mörg ljón verða á veginum, en þeim mun sætari eru sigrarnir.Þegar maður upplifir að öflug hugmyndafræði iðjuþjálfa á borð við valdeflingu þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir á árangursríkan hátt, virka ekki bara í orðum heldur líka í gjörðum, getur maður ekki annað en verið mjög stoltur. Að vinna að eldmóði að því sem maður gerir dags daglega og finna að byrinn er með manni er magnað.Höfundur er iðjuþjálfi og starfar hjá Ljósinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Berglind Kristinsdóttir skrifar um Ljósið. Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á Langholtsvegi 43, hefur nú verið starfrækt í 4 ár. Þar sem áður var útibú Landsbankans er nú starfræktur „Gleðibankinn". Lítið hefur farið fyrir starfi okkar í fjölmiðlum enda starfar þar fólk sem ekki er að berja sér á brjóst, né að upphefja sig á nokkurn hátt. En orðrómur metnaðarfulls og faglegs starfs Ljóssins hefur borist manna á milli, þá sérstaklega þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu þess á einhvern hátt. Að taka virkan þátt í lífinuÞeim fjölgar dag frá degi sem komast í kynni við Ljósið, því þriðji hver landsmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar það gerist verður umbylting á daglegri iðju einstaklingsins og fjölskyldu hans, en þá sem aldrei fyrr reynir á stuðning frá umhverfinu og endurhæfingu. Að greinast með krabbamein setur af stað ákveðið breytingarferli hjá einstaklingnum. Hver og einn þarf að laga sig að breyttri lífssýn. Í Ljósinu gefst einstaklingum kostur á að fá stuðning við það, bæði frá fagaðilum Ljóssins og frá öðrum Ljósberum (þeir sem taka þátt í starfinu). Að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í lífinu þrátt fyrir veikindi eða örorku er skilgreint sem heilsa samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Ljósið veitir krabbameinsgreindum einstaklingum þetta tækifæri.Hinn 29. nóvember síðastliðinn var haldin handverkssala í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Ég, ásamt fleiri Ljósberum, var svo heppin að taka þátt í þessum skemmtilega degi. Salan fór fram úr björtustu vonum. Þegar ég lagðist til hvílu um kvöldið gat ég ekki sofnað því djúpt frá hjartarótum fann ég fyrir svo mikilli gleði, þakklæti og stolti yfir þessum frábæra degi. Ég fann mig knúna til að skrifa í Fréttablaðið því allir landsmenn verða að fá að vita af þessu merka starfi. Jákvæðnin, samheldnin og velvildin var nánast áþreifanleg þennan dag og langar mig sérstaklega að þakka öllum Ljósberum og velunnurum sem allir gáfu vinnu sína, handverk og/eða mættu með kökur á söluna. Að hugsa til allra Ljósberanna og velunnara sem hver og einn voru með ákveðið hlutverk, lögðu sitt af mörkum til að gera daginn ógleymanlegan. Með viljann að vopniVið Íslendingar eru ótrúlega öflugir, þrautseigir, magnaðir og getum lyft grettistaki með viljann að vopni. Allt þetta fallega handverk sem unnið var í endurhæfingunni með það að markmiði að efla sig og styrkja var nú komið á flottasta handverksmarkað sem ég hef séð. Kvennakór Kópavogs söng fyrir okkur og kvartett frá Sinfóníuhljómsveit Íslands gerði stemninguna enn hátíðlegri. Allir þessir aðilar trúa á mátt Ljóssins og vilja hjálpa að halda lífi í Ljósinu, að láta Ljósið skína. Ég er stolt af því að taka þátt í þessu frábæra starfi sem Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi er hugmyndasmiður að. Starfsemi Ljóssins er byggð á hugmyndafræði iðjuþjálfa. Starfsemin á sér ekki fyrirmynd í heiminum og erum við því sannir brautryðjendur og fyrirmynd annarra þjóða að viðlíka starfi, íslenskt hugvit. Að vera brautryðjandi og frumkvöðull getur oft á tíðum reynst erfitt og mörg ljón verða á veginum, en þeim mun sætari eru sigrarnir.Þegar maður upplifir að öflug hugmyndafræði iðjuþjálfa á borð við valdeflingu þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir á árangursríkan hátt, virka ekki bara í orðum heldur líka í gjörðum, getur maður ekki annað en verið mjög stoltur. Að vinna að eldmóði að því sem maður gerir dags daglega og finna að byrinn er með manni er magnað.Höfundur er iðjuþjálfi og starfar hjá Ljósinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar