Erlent

Auschwitz-þjófar bara „venjulegir glæpamenn“

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hópur ferðamanna gengur inn um hlið búðanna.
Hópur ferðamanna gengur inn um hlið búðanna.

Fimmmenningarnir, sem handteknir voru um helgina í Póllandi, grunaðir um að hafa stolið hinu alræmda Arbeit Macht Frei-skilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna, eru hvorki hægriöfgamenn né nýnasistar, að sögn pólsku lögreglunnar. Þvert á móti eru þeir bara „venjulegir glæpamenn" eins og það er orðað. Mennirnir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri, atvinnulausir og með fjölda smáglæpa á skrám sínum. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að ónefndur en mjög ástríðufullur safnari nasistagripa hafi ráðið mennina til verksins en lögregla neitar að staðfesta það. Væntanleg ákæra mun tilgreina þjófnað á menningarverðmætum sem sakarefni en refsing við slíku er allt að tíu ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×