Erlent

Viðskiptavinir gripu ræningja

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Nokkrir viðskiptavinir í verslun í Østervrå á Norður-Jótlandi sýndu mikið snarræði í gærkvöldi þegar þeir hlupu uppi tvo ræningja og yfirbuguðu þá. Ræningjarnir ruddust inn í verslunina og náðu þar að hrifsa eitthvað af peningum af afgreiðslustúlkunni. Þeir forðuðu sér þvínæst á braut og viðskiptavinirnir á eftir. Lögregla kom fljótlega á vettvang þar sem ræningjunum var haldið kirfilega og reyndust þeir vera góðkunningjar hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×