Erlent

Útskrifaðar fyrir afmælisdag

Tvíburarnir Krishna og Trishna ásamt starfsfólki hjálparstofnunar sem hefur hugsað um þær í Ástralíu.
fréttablaðið/AP
Tvíburarnir Krishna og Trishna ásamt starfsfólki hjálparstofnunar sem hefur hugsað um þær í Ástralíu. fréttablaðið/AP
Tvíburarnir Krishna og Trishna frá Bangladess voru útskrifaðir frá sjúkrahúsi í Ástralíu í gær, þar sem þær undirgengust erfiða aðgerð fyrir fimm vikum.

Læknum tókst að skilja þær að, en við fæðingu voru stúlkurnar samvaxnar á höfði. Hluti heila þeirra og æðakerfis var sameiginlegur. Fyrir aðgerðina ríkti óvissa um hvort þær myndu lifa af.

Þær verða þriggja ára í dag, en fá líklega að fara heim til fátækra foreldra sinna í Bangladess á næstunni. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×