Handbolti

Þýski handboltinn: Löwen í þriðja sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Löwen.

Rhein-Neckar Löwen endurheimti þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið rúllaði yfir Dusseldorf, 33-23.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Löwen en Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson komust ekki á blað. Dusseldorf er eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar.

Grosswallstadt er í sjöunda sæti deildarinnar eftir eins marks sigur á Lubbecke, 26-25, en Lubbecke er í tólfta sæti deildarinnar.

Sverre Jakobsson komst aldrei þessu vant á blað hjá Grosswallstadt í kvöld og skoraði eitt mark. Heiðmar Felixson komst ekki á blað hjá Lubbecke.

Gummersbach er aftur á móti í sjötta sæti deildarinnar eftir sigur á Magdeburg, 31-24. Róbert Gunnarsson náði ekki að skora í þessum fyrsta leik sínum með Gummersbach eftir að tilkynnt var að hann væri á förum til Rhein-Neckar Löwen.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×