Erlent

Hvetja almenning til að hjálpa hungruðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríkjastjórn hvetur almenning í landinu til að koma náunga sínum til hjálpar og aðstoða bágstadda með því að gefa þeim mat og aðrar nauðsynjar en um 15 prósent bandarískra heimila voru orðin þannig stödd í fyrra að ekki voru til peningar fyrir matvælum til að draga fram lífið. Það er landbúnaðarráðuneytið bandaríska sem stendur fyrir átakinu Gefðu nágrannanum eða „Feed a Neighbor". Um 50 milljónir Bandaríkjamanna áttu ekki til hnífs og skeiðar í fyrra, þar af 17 milljónir barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×