Erlent

Fyrsta vélin afhent eftir ár

ICE 787 Boeing Dreamliner 787 þota Icelandair Group litir á flugi tölvugerð mynd Icelandair Boeing Dreamliner 787 útklippt þota
ICE 787 Boeing Dreamliner 787 þota Icelandair Group litir á flugi tölvugerð mynd Icelandair Boeing Dreamliner 787 útklippt þota

flug Fyrsta tilraunaflugi Dream­liner-farþegaþotunnar frá bandarísku flugvélasmiðjunni Boeing gekk vel í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Boeing svipti hulunni af þotunni í júlí 2007 og hafa 840 vélar þegar verið seldar.

Einhverjar pantanir voru dregnar til baka vegna tafa á afhendingu. Stefnt er að því að japanska flugfélagið Nippon Airlines fái fyrstu Dreamliner-vélina afhenta undir lok næsta árs.

Vélin tók á loft frá Everett-flugvelli, skammt norður af Seattle-borg, og lenti þremur klukkustundum síðar á flugvelli Boeing-smiðjanna suður af borginni. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×