Nú er lið að Neytendastofu Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. maí 2009 00:01 Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun