Enski boltinn

Góður sigur hjá Burnley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhannes Karl fagnar hér með félaga sínum eftir leikinn í kvöld.
Jóhannes Karl fagnar hér með félaga sínum eftir leikinn í kvöld. Nordic Photos/getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Burnley vann gríðarlega góðan sigur á Sheff. Utd, 1-0, í kvöld. Það var Martin Paterson sem skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu.

Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði síðustu 10 mínútur leiksins.

Burnley í fimmta sæti ensku 1. deildarinnar en Sheff. Utd í því þriðja.

Staðan í ensku deildunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×