Pakkatilboð á pólitíkusum Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 5. febrúar 2009 07:00 Með hinu nýfædda Íslandi sem er að brjóta sér leið úr egginu þessa dagana rís hávær krafa um algerlega nýtt kerfi. Ein þessara krafa lýtur að breytingum á kosningakerfinu. Kosningar verða haldnar að kröfu fólksins á vordögum. Það er ansi skammur fyrirvari til þess að nýtt fólk og ný framboð geti skipulagt sig og stigið fram. Það má velta vöngum yfir því hvort þörf sé á nýjum framboðum þegar núverandi flokkar ná vel yfir litróf stjórnmálanna. Fólk ætti því að geta fundið flokk við sitt hæfi en gangi það ekki þá er nýtt framboð rétta leiðin til að hasla sér völl og hafa áhrif. Framsóknarflokkurinn hefur stigið öðrum flokkum feti framar í þeirri nauðsynlegu endurnýjun sem núverandi ástand hefur kallað á og leitt mikilvægar breytingar. Til þess að þjóðin fái þá þingmenn sem hún óskar en ekki óbreytta stöðu að loknum kosningum þarf að huga að ýmsu. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á kosningakerfinu og stjórnkerfinu í heild sinni. Augljóst er að ekki nást þær allar fram á svo skömmum tíma en miklvægt er að breyta því sem mögulegt er að breyta. Tillaga sú sem við framsóknarfólk höfum haldið á lofti um stjórnlagaþing er í anda þess að fela almenningi hið raunverulega vald til þess að semja nýja stjórnarskrá Íslands og hafa þannig áhrif á framtíðina. Til þess að færa kjósendum aukið vald og efla lýðræði hugnast mér vel sú hugmynd að kjósendum sé veitt valdið til þess að raða frambjóðendum þess lista sem þeir kjósa í röð. Það eykur lýðræði og raunverulegt vald kjósenda. Á nýafstöðnu flokksþingi okkar framsóknarmanna var samþykkt ályktun um nýja kosningalöggjöf. Markmið hennar er að leita leiða til að persónukjör og vægi kjósenda aukist við röðun á lista. Ein leið að því markmiði er að frambjóðendum hvers lista sé raðað í stafrófsröð á kjörseðli og kjósendur raði fulltrúum á lista og kjósi þannig viðkomandi lista. Einnig mætti auka vægi útstrikana af listum. Þessar leiðir koma í veg fyrir pakkatilboð það sem almenningur hefur þurft að velja um hingað til. Þannig sleppa kjósendur við að þurfa að kjósa sér fulltrúa sem þeir vilja ekki og fylgja bara með í pakkanum og hafa komist ofarlega á lista vegna ýmissa tengsla. Einnig mætti gera kjósendum kleift að velja frambjóðendur af öðrum listum í stað þeirra sem þeir strika út til þess að auka vægi persónukjörs. Þetta eykur einnig þrýsting á frambjóðendur að leggja sig fram við að kynna sín persónulegu stefnumál þar sem þeir eiga ekkert öruggt fyrr en kosning hefur farið fram. Gallinn er sá að þessi aðferð gæti leitt til ósamstöðu framboða þar sem flokksfélagar berjast um völd innbyrðis á sama hátt og í prófkjörum. Þessi leið færir í raun þá baráttu fram í kosningarnar sjálfar. Kostir aðferðarinnar eru að mínu mati meiri því mestu máli skiptir að það fólk sem valið er sé það fólk sem almenningur vill sjá starfa í sínu umboði. Höfundur er nemi og situr í varastjórn SUF (Sambands Ungra Framsóknarmanna). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Með hinu nýfædda Íslandi sem er að brjóta sér leið úr egginu þessa dagana rís hávær krafa um algerlega nýtt kerfi. Ein þessara krafa lýtur að breytingum á kosningakerfinu. Kosningar verða haldnar að kröfu fólksins á vordögum. Það er ansi skammur fyrirvari til þess að nýtt fólk og ný framboð geti skipulagt sig og stigið fram. Það má velta vöngum yfir því hvort þörf sé á nýjum framboðum þegar núverandi flokkar ná vel yfir litróf stjórnmálanna. Fólk ætti því að geta fundið flokk við sitt hæfi en gangi það ekki þá er nýtt framboð rétta leiðin til að hasla sér völl og hafa áhrif. Framsóknarflokkurinn hefur stigið öðrum flokkum feti framar í þeirri nauðsynlegu endurnýjun sem núverandi ástand hefur kallað á og leitt mikilvægar breytingar. Til þess að þjóðin fái þá þingmenn sem hún óskar en ekki óbreytta stöðu að loknum kosningum þarf að huga að ýmsu. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á kosningakerfinu og stjórnkerfinu í heild sinni. Augljóst er að ekki nást þær allar fram á svo skömmum tíma en miklvægt er að breyta því sem mögulegt er að breyta. Tillaga sú sem við framsóknarfólk höfum haldið á lofti um stjórnlagaþing er í anda þess að fela almenningi hið raunverulega vald til þess að semja nýja stjórnarskrá Íslands og hafa þannig áhrif á framtíðina. Til þess að færa kjósendum aukið vald og efla lýðræði hugnast mér vel sú hugmynd að kjósendum sé veitt valdið til þess að raða frambjóðendum þess lista sem þeir kjósa í röð. Það eykur lýðræði og raunverulegt vald kjósenda. Á nýafstöðnu flokksþingi okkar framsóknarmanna var samþykkt ályktun um nýja kosningalöggjöf. Markmið hennar er að leita leiða til að persónukjör og vægi kjósenda aukist við röðun á lista. Ein leið að því markmiði er að frambjóðendum hvers lista sé raðað í stafrófsröð á kjörseðli og kjósendur raði fulltrúum á lista og kjósi þannig viðkomandi lista. Einnig mætti auka vægi útstrikana af listum. Þessar leiðir koma í veg fyrir pakkatilboð það sem almenningur hefur þurft að velja um hingað til. Þannig sleppa kjósendur við að þurfa að kjósa sér fulltrúa sem þeir vilja ekki og fylgja bara með í pakkanum og hafa komist ofarlega á lista vegna ýmissa tengsla. Einnig mætti gera kjósendum kleift að velja frambjóðendur af öðrum listum í stað þeirra sem þeir strika út til þess að auka vægi persónukjörs. Þetta eykur einnig þrýsting á frambjóðendur að leggja sig fram við að kynna sín persónulegu stefnumál þar sem þeir eiga ekkert öruggt fyrr en kosning hefur farið fram. Gallinn er sá að þessi aðferð gæti leitt til ósamstöðu framboða þar sem flokksfélagar berjast um völd innbyrðis á sama hátt og í prófkjörum. Þessi leið færir í raun þá baráttu fram í kosningarnar sjálfar. Kostir aðferðarinnar eru að mínu mati meiri því mestu máli skiptir að það fólk sem valið er sé það fólk sem almenningur vill sjá starfa í sínu umboði. Höfundur er nemi og situr í varastjórn SUF (Sambands Ungra Framsóknarmanna).
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar