Erlent

Osama Bin Laden slapp

Osama Bin Laden
Osama Bin Laden
Bandaríkjamönnum mistókst að hafa hendur í hári Osama Bin Laden, leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna, þegar hann slapp naumlega í desember 2001. Þetta kemur fram sérstakri skýrslu bandarísku öldungadeildarinnar sem BBC greinir frá.

Fram kemur í skýrslunni að eftir að beiðni um aukinn mannafla var hafnað komst leiðtoginn á öruggan hátt frá Tora Bora í Afganistan til Pakistan á svæði þar sem hann er sagður vera núna. „16. desember 2001, tveimur dögum eftir að hann undirritaði erfðaskrá sína, gekk Bin Laden, ásamt fylgdarliði og lífvörðum, óáreittur út úr Tora Bora og hvarf inn á stjórnlaust svæði Pakistan" segir í skýrslu öldungadeildarinnar.

Í skýrslunni er George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýndur sem og yfirmenn hersins. Stjórn Bush hafi mistekist að handsama Bin Laden og það hafi stuðlað að þeim ófriði sem ríkt hefur á svæðinu undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×