Heilbrigðiskerfið – úr vörn í sókn 1. október 2009 06:00 Heilbrigðiskerfið er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins. Það er auðlind sköpuð af mönnum í þeim tilgangi að auka velferð þegnanna. Auðlindin er þekking starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur, fjármögnuð með tekjum og sköttum landsmanna. Starfsemin snýst um að fyrirbyggja heilsuleysi eða breyta því í heilsu. Afurðin og hagnaðurinn er góð heilsa landsmanna sem er undirstaða alls atvinnulífs sem ætti erfitt uppdráttar án starfhæfra einstaklinga. Í samfélögum er hluti af skyldu ríkisins að skapa skilyrði fyrir því að þegnarnir megi vaxa og dafna. Með íslenskum lögum skuldbindur ríkið sig til að veita öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, á hverjum tíma. Til þess að standa við þá skuldbindingu þarf að fjárfesta í lágmarks þáttum. Markmið með rekstri heilbrigðiskerfa er ekki peningalegur hagnaður eða arður til eigenda heldur bætt heilsa. Þrátt fyrir það á að haga rekstri á sem hagkvæmastan hátt og nýta fjárfestingar eins vel og kostur er. Í sumum löndum hefur heilbrigðisþjónusta verið látin lúta lögmáli hins frjálsa markaðar í þeirri trú að þannig náist hagkvæmastur rekstur. Alla tíð hefur verið umdeilt hvort heilbrigðisþjónusta eigi heima á slíkum markaði. Nægir að líta til Bandaríkjanna, sem einna staðfastast þjóða hefur byggt á lögmáli markaðarins. Þar eru nú tæplega 50 milljónir landsmanna án öryggis um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það eitt og sér sýnir að slíkt kerfi gengur ekki upp ef markmiðið er að veita öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Markaðsvæðing byggir meðal annars á því að ríkið hafi engin afskipti. Aflið sem knýr markaðinn er framboð og eftirspurn. Fjárfest er í auðlindum og síðan á rekstur að gefa af sér peningalegan hagnað og helst að skila peningalegum arði til eigenda sinna. Hvort starfsemi lifir eða deyr veltur á að í boði sé vara eða þjónusta sem nógu margir velja að kaupa. Sé þjónusta heilbrigðiskerfa látin lúta lögmálum markaðarins koma strax upp annmarkar. Ekki er um að ræða þjónustu sem viðskiptavinurinn hefur þekkingu til að velja hvort hann þarf eða vill og ekki heldur hvort um góða þjónustu hafi verið að ræða. Það að engin ríkisafskipti eigi að vera veldur því að leitun er að heilbrigðiskerfi sem þetta á við um. Mér er til efs að slíkt kerfi fyrirfinnist, allavega ekki í þeim löndum sem veita þjónustu eins og Vesturlönd og eru Bandaríkin þar með talin. Meðferðir við ýmsum sjúkdómum eru það dýrar að hvorki veitendur né þiggjendur geta staðið undir kostnaði án tilkomu sameiginlegra sjóða samfélagsins. Á Íslandi ríkir alvarlegt efnahagsástand. Ekki er til fjármagn til að halda úti þjónustu eins og áður. Sjúkrahúsin eiga að skera niður og er nú svo komið að dregið er úr starfsemi þar sem ekki er til fjármagn til rekstursins. Margir hafa áhyggjur af langtíma áhrifum þess og telja að það muni hafa neikvæð áhrif á heilsu landsmanna sem eins og áður segir er undirstaða atvinnulífsins. Það eru því góð ráð dýr en ljóst er að eitthvað þarf að gera. Á Íslandi er sláandi hversu viðhorf manna eru oft neikvæð í garð ríkisins. Í umræðunni er eins og um meinsemd sé að ræða, í stað þess að sjá ríkið sem sameign þegnanna. Sameign sem hefur það hlutverk að tryggja grundvallarþætti svo samfélagið nái þeim markmiðum sem sett hafa verið með hugmyndafræðinni sem við aðhyllumst. Fjárfestingar ríkisins eru taldar kostnaður sem þarf að skera niður í stað þess að teljast verðmæti, sem ber að verja, svo sem mestur hagur fáist af. Svo virðist vera að eingöngu almenni markaðurinn megi nýta fjárfestingar sínar á þann hátt. Horft er framhjá því að markaðslögmálið er ekki náttúrulögmál sem á við í öllum aðstæðum. Hvernig komið er á Íslandi má að hluta rekja til þess að gengið var fram úr hófi við markaðsvæðinguna og líða nú allir í samfélaginu fyrir. Allir, hvort sem þeir trúa að allt eigi að lúta markaðslögmálinu eða ekki, hljóta að vera sammála um að ástandið er óeðlilegt. Mikilvægi þess að tryggja velferð almennings hlýtur því að vera æðra trúnni á lögmál markaðarins. Með niðurskurði sem við stöndum frammi fyrir í heilbrigðiskerfinu nú verða miklar fjárfestingar mun verr nýttar og tapast að hluta. Þekking sem byggist á menntun og reynslu starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur verður vannýttur. Á sama tíma eru á lofti hugmyndir einkaaðila um að setja á stofn einkasjúkrahús. Hugmyndin er að fá hingað sjúklinga frá öðrum löndum. Þessir aðilar ætla án efa að hafa fjárhagslegan hag af rekstrinum. Þrátt fyrir að þeir þurfi að fjárfesta í þáttum sem ríkið hefur nú þegar fjárfest í telja einkaaðilarnir sig hafa rekstargrundvöll. Ef þeir hafa það þá hefur ríkið það líka og það betri ef eitthvað er. Í stað þess að leggja niður starfsemi og hætta að nýta fjárfestingar á ríkið að gera það sama og ætlunin er að gera á einkasjúkrahúsinu. Flytja á inn sjúklinga frá útlöndum. Þannig er hægt að auka tekjur og efla rekstur heilbrigðiskerfisins í landinu. Tekjurnar yrðu í erlendum gjaldeyri en lágt gengi krónunnar hefur komið hart niður á rekstrinum. Nú munu margir segja að ríkið eigi ekki koma að slíkum rekstri og aðrir að ríkið sé svo illa rekið að það verði enginn peningalegur hagur af. Slíka umræðu eigum við ekki að láta hafa áhrif á okkur. Mörg undanfarin ár hefur mikill árangur náðst við að gera rekstur sjúkrahúsa hagkvæmari og skilvirkari. Samanburður við sambærileg sjúkrahús sýnir að við stöndum okkur vel að þessu leyti. Í umræðum á Íslandi hefur samanburðurinn oft verið við ósambærilega starfsemi. Að vinna áfram út frá þeirri hugmyndafræði að markaðslögmálið sé það eina sem gildir getur ekki gengið nú ef hagsmunir almennings eru bornir fyrir brjósti. Möguleikinn á að fá tekjur frá öðru en vösum landsmanna og þar að auki í gjaldeyri hlýtur að vera kostur sem okkur ber skylda til að skoða. Ég skora því á þá sem bera ábyrgð á rekstri heilbrigðiskerfisins að taka höndum saman við starfsfólk þess og leggja í vinnu við að greina og útfæra slík tækifæri. Ef markaður er fyrir íslenskt einkasjúkrahús á erlendum markaði þá er það líka fyrir okkar sjúkrahús þó að þau séu ríkisrekin. Ríkið, það erum við. Í stað þess að pakka saman og leggja niður starfsemi eigum við að snúa vörn í sókn og nýta öll tækifæri. Höfundur er geislafræðingur og með viðskiptafræðimenntun frá Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins. Það er auðlind sköpuð af mönnum í þeim tilgangi að auka velferð þegnanna. Auðlindin er þekking starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur, fjármögnuð með tekjum og sköttum landsmanna. Starfsemin snýst um að fyrirbyggja heilsuleysi eða breyta því í heilsu. Afurðin og hagnaðurinn er góð heilsa landsmanna sem er undirstaða alls atvinnulífs sem ætti erfitt uppdráttar án starfhæfra einstaklinga. Í samfélögum er hluti af skyldu ríkisins að skapa skilyrði fyrir því að þegnarnir megi vaxa og dafna. Með íslenskum lögum skuldbindur ríkið sig til að veita öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, á hverjum tíma. Til þess að standa við þá skuldbindingu þarf að fjárfesta í lágmarks þáttum. Markmið með rekstri heilbrigðiskerfa er ekki peningalegur hagnaður eða arður til eigenda heldur bætt heilsa. Þrátt fyrir það á að haga rekstri á sem hagkvæmastan hátt og nýta fjárfestingar eins vel og kostur er. Í sumum löndum hefur heilbrigðisþjónusta verið látin lúta lögmáli hins frjálsa markaðar í þeirri trú að þannig náist hagkvæmastur rekstur. Alla tíð hefur verið umdeilt hvort heilbrigðisþjónusta eigi heima á slíkum markaði. Nægir að líta til Bandaríkjanna, sem einna staðfastast þjóða hefur byggt á lögmáli markaðarins. Þar eru nú tæplega 50 milljónir landsmanna án öryggis um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það eitt og sér sýnir að slíkt kerfi gengur ekki upp ef markmiðið er að veita öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Markaðsvæðing byggir meðal annars á því að ríkið hafi engin afskipti. Aflið sem knýr markaðinn er framboð og eftirspurn. Fjárfest er í auðlindum og síðan á rekstur að gefa af sér peningalegan hagnað og helst að skila peningalegum arði til eigenda sinna. Hvort starfsemi lifir eða deyr veltur á að í boði sé vara eða þjónusta sem nógu margir velja að kaupa. Sé þjónusta heilbrigðiskerfa látin lúta lögmálum markaðarins koma strax upp annmarkar. Ekki er um að ræða þjónustu sem viðskiptavinurinn hefur þekkingu til að velja hvort hann þarf eða vill og ekki heldur hvort um góða þjónustu hafi verið að ræða. Það að engin ríkisafskipti eigi að vera veldur því að leitun er að heilbrigðiskerfi sem þetta á við um. Mér er til efs að slíkt kerfi fyrirfinnist, allavega ekki í þeim löndum sem veita þjónustu eins og Vesturlönd og eru Bandaríkin þar með talin. Meðferðir við ýmsum sjúkdómum eru það dýrar að hvorki veitendur né þiggjendur geta staðið undir kostnaði án tilkomu sameiginlegra sjóða samfélagsins. Á Íslandi ríkir alvarlegt efnahagsástand. Ekki er til fjármagn til að halda úti þjónustu eins og áður. Sjúkrahúsin eiga að skera niður og er nú svo komið að dregið er úr starfsemi þar sem ekki er til fjármagn til rekstursins. Margir hafa áhyggjur af langtíma áhrifum þess og telja að það muni hafa neikvæð áhrif á heilsu landsmanna sem eins og áður segir er undirstaða atvinnulífsins. Það eru því góð ráð dýr en ljóst er að eitthvað þarf að gera. Á Íslandi er sláandi hversu viðhorf manna eru oft neikvæð í garð ríkisins. Í umræðunni er eins og um meinsemd sé að ræða, í stað þess að sjá ríkið sem sameign þegnanna. Sameign sem hefur það hlutverk að tryggja grundvallarþætti svo samfélagið nái þeim markmiðum sem sett hafa verið með hugmyndafræðinni sem við aðhyllumst. Fjárfestingar ríkisins eru taldar kostnaður sem þarf að skera niður í stað þess að teljast verðmæti, sem ber að verja, svo sem mestur hagur fáist af. Svo virðist vera að eingöngu almenni markaðurinn megi nýta fjárfestingar sínar á þann hátt. Horft er framhjá því að markaðslögmálið er ekki náttúrulögmál sem á við í öllum aðstæðum. Hvernig komið er á Íslandi má að hluta rekja til þess að gengið var fram úr hófi við markaðsvæðinguna og líða nú allir í samfélaginu fyrir. Allir, hvort sem þeir trúa að allt eigi að lúta markaðslögmálinu eða ekki, hljóta að vera sammála um að ástandið er óeðlilegt. Mikilvægi þess að tryggja velferð almennings hlýtur því að vera æðra trúnni á lögmál markaðarins. Með niðurskurði sem við stöndum frammi fyrir í heilbrigðiskerfinu nú verða miklar fjárfestingar mun verr nýttar og tapast að hluta. Þekking sem byggist á menntun og reynslu starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur verður vannýttur. Á sama tíma eru á lofti hugmyndir einkaaðila um að setja á stofn einkasjúkrahús. Hugmyndin er að fá hingað sjúklinga frá öðrum löndum. Þessir aðilar ætla án efa að hafa fjárhagslegan hag af rekstrinum. Þrátt fyrir að þeir þurfi að fjárfesta í þáttum sem ríkið hefur nú þegar fjárfest í telja einkaaðilarnir sig hafa rekstargrundvöll. Ef þeir hafa það þá hefur ríkið það líka og það betri ef eitthvað er. Í stað þess að leggja niður starfsemi og hætta að nýta fjárfestingar á ríkið að gera það sama og ætlunin er að gera á einkasjúkrahúsinu. Flytja á inn sjúklinga frá útlöndum. Þannig er hægt að auka tekjur og efla rekstur heilbrigðiskerfisins í landinu. Tekjurnar yrðu í erlendum gjaldeyri en lágt gengi krónunnar hefur komið hart niður á rekstrinum. Nú munu margir segja að ríkið eigi ekki koma að slíkum rekstri og aðrir að ríkið sé svo illa rekið að það verði enginn peningalegur hagur af. Slíka umræðu eigum við ekki að láta hafa áhrif á okkur. Mörg undanfarin ár hefur mikill árangur náðst við að gera rekstur sjúkrahúsa hagkvæmari og skilvirkari. Samanburður við sambærileg sjúkrahús sýnir að við stöndum okkur vel að þessu leyti. Í umræðum á Íslandi hefur samanburðurinn oft verið við ósambærilega starfsemi. Að vinna áfram út frá þeirri hugmyndafræði að markaðslögmálið sé það eina sem gildir getur ekki gengið nú ef hagsmunir almennings eru bornir fyrir brjósti. Möguleikinn á að fá tekjur frá öðru en vösum landsmanna og þar að auki í gjaldeyri hlýtur að vera kostur sem okkur ber skylda til að skoða. Ég skora því á þá sem bera ábyrgð á rekstri heilbrigðiskerfisins að taka höndum saman við starfsfólk þess og leggja í vinnu við að greina og útfæra slík tækifæri. Ef markaður er fyrir íslenskt einkasjúkrahús á erlendum markaði þá er það líka fyrir okkar sjúkrahús þó að þau séu ríkisrekin. Ríkið, það erum við. Í stað þess að pakka saman og leggja niður starfsemi eigum við að snúa vörn í sókn og nýta öll tækifæri. Höfundur er geislafræðingur og með viðskiptafræðimenntun frá Háskólanum í Reykjavík.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun