Innlent

Steingrímur fær Icesave umboð - Álfheiður ráðherra

Álfheiður Ingadóttir er nýr heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir er nýr heilbrigðisráðherra.

Á þingflokksfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem stóð fram eftir nóttu fékk Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins fullt umboð frá þingmönnum sínum til þess að ganga frá Icesave-málinu í samræmi við hugmyndir ríkisstjórnarinnar.

Ögmundur Jónasson fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði af sér embætti í gær vegna þess að forsætisráðherra krafðist þess að ríkisstjórnin talaði öll einum rómi í Icesave-málinu.

Nú hefur einróma þingflokkur VG gefið Steingrími umboð til þess að afgreiða málið. Á fundinum var einnig ákveðið að Álfheiður Ingadóttir taki sæti Ögmundar í heilbrigðisráðuneytinu. Ögmundur mun formlega víkja sæti fyrir Álfheiði á ríkisráðsfundi sem haldinn verður fyrir hádegi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×