Erlent

Bandaríkjamenn grafa sig út úr sköflunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Svona var um að litast í Silver Springs í Maryland í gær.
Svona var um að litast í Silver Springs í Maryland í gær. MYND/CNN

Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna eru nú í óða önn að grafa sig út úr sköflum eftir mikið fannfergi og storm þar um helgina en jafnfallinn snjór náði allt að 60 sentimetrum og var til dæmis eitt met sett í þeim efnum í Maryland. Fimm manns hafa látist, ýmist í árekstrum eða úr kulda, en veðrið er nú gengið niður. Aflýsa þurfti tóf hundruð flugferðum og rafmagn fór af tæplega 30 þúsund heimilum, sem sum eru enn án rafmagns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×