Erlent

Walesa í mál við Kaczinsky

Lech Walesa Neitar ásökunum.fréttablaðið/AP
Lech Walesa Neitar ásökunum.fréttablaðið/AP

Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, er kominn í mál við Lech Kaczynski, núverandi forseta. Walesa krefst afsökunarbeiðni frá Kaczynski eða skaðabóta ella.

Tilefnið er orð Kaczynskis í sjónvarpsviðtali þar sem hann fullyrðir að Walesa hafi verið njósnari á vegum kommúnistastjórnarinnar í Póllandi á fyrri hluta áttunda áratugarins.

Kaczynski segir að Walesa hafi notað dulnefnið Bolek. Walesa segir ekkert hæft í þessu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×