Lífið

Kylie gengur í það heilaga

Trúlofuð Kylie Minogue er í brúðkaupshugleiðingum eftir að hafa játast unnusta sínum.
Trúlofuð Kylie Minogue er í brúðkaupshugleiðingum eftir að hafa játast unnusta sínum.

Ástralska söngstjarnan Kylie Minogue er farin að búa sig undir væntanlegt brúðkaup því spænski kærastinn hennar, Andreas Velencoso, hefur beðið hana um að giftast sér. Andreas bar upp bónorðið yfir rómantískum kvöldverði í New York og samkvæmt heimildum Grazia-tímaritsins svífa ástríðurnar yfir vötnum hjá turtildúfunum.

„Andreas sagðist vilja vakna við hlið hennar á hverjum einasta morgni í sínu lífi og hann þráði að eiga hana fyrir eiginkonu," hefur Grazia eftir heimildarmanni sínum. Kylie ku víst hafa spurt sinn heittelskaða hvort honum væri alvara með þessu og þegar það svar reyndist jákvætt játaðist Kylie honum á staðnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.