Lífið

Stefán lögreglustjóri í Útsvari

Spennandi keppendur Meðal þeirra sem þreyta frumraun sína í Útsvari í ár eru lögreglustjórinn í Reykjavík, <B>Stefán Eiríksson, </B>Svanhildur Hólm og Jón Yngvi Jóhannsson sem skipa lið Reykjavíkur. <B>Kolfinna Baldvinsdóttir og Sigurjón M. Egilsson verða í liði Mosfellsbæjar en Kristján Guy Burgess mun eflaust gera sitt til að verja titil sinn frá því í fyrra þegar Kópavogur bar sigur úr býtum.</B>
Spennandi keppendur Meðal þeirra sem þreyta frumraun sína í Útsvari í ár eru lögreglustjórinn í Reykjavík, <B>Stefán Eiríksson, </B>Svanhildur Hólm og Jón Yngvi Jóhannsson sem skipa lið Reykjavíkur. <B>Kolfinna Baldvinsdóttir og Sigurjón M. Egilsson verða í liði Mosfellsbæjar en Kristján Guy Burgess mun eflaust gera sitt til að verja titil sinn frá því í fyrra þegar Kópavogur bar sigur úr býtum.</B>

Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hófst fyrir viku þegar lið Norðurþings lagði fulltrúa Reykjanesbæjar í æsispennandi keppni. Ljóst er að mörg sveitarfélögin ætla að leggja töluvert meiri metnað í keppnina nú en síðasta vetur þegar Kópavogsbær fagnaði sigri með eftirminnilegum hætti.

Kópavogur mætir með breytt lið frá því í fyrra þótt hryggjarsúla liðsins, Kristján Guy Burgess, verði sem fyrr á meðal keppenda. Hornafjörður ætlar augljóslega að leggja mikið upp úr bjölluspurningunum því knattspyrnukonan Embla Grétarsdóttir er í byrjunar­liði sveitarfélagsins. Þá mun bókaútgefandinn Kristján Bjarki Jónasson fara fyrir liði Skagafjarðar og pókersérfræðingurinn og þýðandinn Gísli Ásgeirsson verður á sínum stað hjá Hafnfirðingum.

Hins vegar er óhætt að mæla með því að fólk fylgist með Reykjavík, sem sendir óvenju sterkt lið til leiks í ár. Í fremstu víglínu verður Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar­svæðisins. Honum til halds og trausts verða bókmenntarýnirinn Jón Yngvi Jóhannsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þá ættu aðdáendur Útsvars einnig að hafa augun með liði Mosfellsbæjar enda valinn maður þar í hverju rúmi með Kolfinnu Baldvins­dóttur og Sigurjón M. Egilsson í broddi fylkingar.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.