Endurskoða ætti fyrirkomulag við ráðningar dómara 12. janúar 2009 03:00 Fulltrúar allra flokka í allsherjarnefnd Alþingis telja ástæðu til að endurskoða fyrirkomulag við skipanir dómara, bæði við héraðsdóma og Hæstarétt. Þeir vilja hins vegar ganga mislangt í þeim efnum. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist í meginatriðum sáttur við núverandi kerfi, þótt ástæða sé til að taka það til endurskoðunar. Allsherjarnefnd hafi hins vegar mörg önnur mikilvægari mál á sinni könnu. Mestu máli skiptir að mati Birgis að skipunarvaldið verði hjá dómsmálaráðherra, vegna þess að hann beri pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum. „Síðan getum við velt vöngum yfir því hvernig aðdraganda að ákvörðun ráðherra er háttað," segir hann. Ástæða sé til að skoða það ferli, hvernig umsagna er aflað og hvaða sjónarmið liggja þar til grundvallar. Jón Magnússon, fulltrúi Frjálslynda flokksins í nefndinni, segir að rökin um pólitíska ábyrgð ráðherra séu ógild. „Hvenær hefur dómsmálaráðherra nokkurn tímann borið pólitíska ábyrgð á því að ganga fram hjá matsnefnd?" spyr hann. „Ætlar Árni Mathiesen að bera pólitíska ábyrgð á ráðningu Þorsteins Davíðssonar?" Jón segir brýnt að færa skipunarvaldið frá ráðherra til að aðgreina betur framkvæmda- og dómsvaldið. Í ljósi þess hve breyttu samfélagi við búum í eftir efnahagshrun sé aukið gagnsæi sem því myndi fylgja enn mikilvægara. Atli Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, tekur í sama streng og Jón. Hann segir núverandi fyrirkomulag „aðför að hinu þrískipta ríkisvaldi" og vill að skipunarvaldið verði fært frá ráðherra bæði hvað varðar héraðs- og hæstaréttardómara. Grundvallaratriði sé að pólitískar ráðningar heyri sögunni til. Atli segir málið alls ekki einfalt, en stingur til dæmis upp á að skipuð verði þriggja manna matsnefnd til fjögurra ára með fulltrúum löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds sem réði dómara á bæði dómstig. Jafnvel komi til greina að fela Alþingi að samþykkja ráðninguna með auknum meirihluta, eins og frumvarp samfylkingarþingmannsins Lúðvíks Bergvinssonar frá síðasta þingi gerði ráð fyrir. Jón var meðflutningsmaður þess frumvarps. Frumvarpið dagaði uppi á þingi. Birgir segir að ráðningarnar yrðu ef eitthvað væri „enn pólitískari" ef Alþingi fengi að ráða, og vísar til Bandaríkjanna, þar sem slíkt fyrirkomulag er í gildi. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, vill eins og Jón og Atli taka skipunarvaldið af dómsmálaráðherra, ekki síst í ljósi vinnubragða Árna Mathiesen við skipan Þorsteins Davíðssonar. Þá segir hún brýnt að veita matsnefndum meira og skýrara vald og að eðlilegt væri að þingið þyrfti að samþykkja dómara. Ellert B. Schram, fulltrúi Samfylkingarinnar, er ekki sannfærður um að leið Lúðvíks, samflokksmanns síns, sé vænleg. Hann telur, líkt og Birgir, að með samþykki Alþingis geti ráðning verið allt eins pólitísk og ráðningar ráðherra. Tilefni sé þó til þess að endurskoða reglurnar, þar sem reynslan hafi sýnt að kerfið hafi stundum brugðist. „Almennt er ég þeirrar skoðunar að það sé ekkert óeðlilegt við það að dómarar séu skipaðir eins og gert er í dag. Hins vegar þarf bæði að hafa betri og gagnsærri reglur þar um og fylgja þeim betur eftir." Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Fulltrúar allra flokka í allsherjarnefnd Alþingis telja ástæðu til að endurskoða fyrirkomulag við skipanir dómara, bæði við héraðsdóma og Hæstarétt. Þeir vilja hins vegar ganga mislangt í þeim efnum. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist í meginatriðum sáttur við núverandi kerfi, þótt ástæða sé til að taka það til endurskoðunar. Allsherjarnefnd hafi hins vegar mörg önnur mikilvægari mál á sinni könnu. Mestu máli skiptir að mati Birgis að skipunarvaldið verði hjá dómsmálaráðherra, vegna þess að hann beri pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum. „Síðan getum við velt vöngum yfir því hvernig aðdraganda að ákvörðun ráðherra er háttað," segir hann. Ástæða sé til að skoða það ferli, hvernig umsagna er aflað og hvaða sjónarmið liggja þar til grundvallar. Jón Magnússon, fulltrúi Frjálslynda flokksins í nefndinni, segir að rökin um pólitíska ábyrgð ráðherra séu ógild. „Hvenær hefur dómsmálaráðherra nokkurn tímann borið pólitíska ábyrgð á því að ganga fram hjá matsnefnd?" spyr hann. „Ætlar Árni Mathiesen að bera pólitíska ábyrgð á ráðningu Þorsteins Davíðssonar?" Jón segir brýnt að færa skipunarvaldið frá ráðherra til að aðgreina betur framkvæmda- og dómsvaldið. Í ljósi þess hve breyttu samfélagi við búum í eftir efnahagshrun sé aukið gagnsæi sem því myndi fylgja enn mikilvægara. Atli Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, tekur í sama streng og Jón. Hann segir núverandi fyrirkomulag „aðför að hinu þrískipta ríkisvaldi" og vill að skipunarvaldið verði fært frá ráðherra bæði hvað varðar héraðs- og hæstaréttardómara. Grundvallaratriði sé að pólitískar ráðningar heyri sögunni til. Atli segir málið alls ekki einfalt, en stingur til dæmis upp á að skipuð verði þriggja manna matsnefnd til fjögurra ára með fulltrúum löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds sem réði dómara á bæði dómstig. Jafnvel komi til greina að fela Alþingi að samþykkja ráðninguna með auknum meirihluta, eins og frumvarp samfylkingarþingmannsins Lúðvíks Bergvinssonar frá síðasta þingi gerði ráð fyrir. Jón var meðflutningsmaður þess frumvarps. Frumvarpið dagaði uppi á þingi. Birgir segir að ráðningarnar yrðu ef eitthvað væri „enn pólitískari" ef Alþingi fengi að ráða, og vísar til Bandaríkjanna, þar sem slíkt fyrirkomulag er í gildi. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, vill eins og Jón og Atli taka skipunarvaldið af dómsmálaráðherra, ekki síst í ljósi vinnubragða Árna Mathiesen við skipan Þorsteins Davíðssonar. Þá segir hún brýnt að veita matsnefndum meira og skýrara vald og að eðlilegt væri að þingið þyrfti að samþykkja dómara. Ellert B. Schram, fulltrúi Samfylkingarinnar, er ekki sannfærður um að leið Lúðvíks, samflokksmanns síns, sé vænleg. Hann telur, líkt og Birgir, að með samþykki Alþingis geti ráðning verið allt eins pólitísk og ráðningar ráðherra. Tilefni sé þó til þess að endurskoða reglurnar, þar sem reynslan hafi sýnt að kerfið hafi stundum brugðist. „Almennt er ég þeirrar skoðunar að það sé ekkert óeðlilegt við það að dómarar séu skipaðir eins og gert er í dag. Hins vegar þarf bæði að hafa betri og gagnsærri reglur þar um og fylgja þeim betur eftir."
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira