Erlent

Feitir farþegar vandamál

Óli Tynes skrifar
Ekki beinlínis æskilegur sessunautur.
Ekki beinlínis æskilegur sessunautur.

Feitir farþegar eru vaxandi vandamál fyrir flugfélög. Meðfylgjandi mynd er sögð vera tekin um borð í Boeing 757 vél bandaríska flugfélagsins American Airlines.

Það mun hafa verið flugfreyja sem tók meðfylgjandi mynd til þess að sýna yfirmönnum sínum nauðsyn þess að setja ákveðnar reglur um hvernig skuli meðhöndla farþega sem ekki komast í eitt sæti.

Flugfélög hafa þegar sett lengri sætisbelti í vélar sínar til þess að standast öryggiskröfur. Æ fleiri félög krefjast þess nú að ef farþegar geti ekki sett niður báða armana á sæti sínu verði þeir að kaupa tvö sæti.

Eða þrjú ef því er að skipta. Ef vélin er ekki fullsetin eru aukamiðarnir endurgreiddir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×