Innlent

Nýskráningar ökutækja í sögulegu lágmarki

Þegar skoðaður er fjöldi nýskráninga ökutækja fyrstu 51 dag ársins 2009 og sá fjöldi borin saman við eldri nýskráningar kemur í ljós að ekki eru til dæmi um jafn fáar skráningar að minnsta kosti undanfarin 24 ár. Í úttekt Umferðarstofu kemur fram nýskráningum á fækkaði um 87% saman borið við sama tímabil í fyrra.

,,Umferðarstofa hefur tekið saman yfirlit yfir nýskráningar ökutækja og eigendaskipti á tímabilinu frá 1. janúar 2009 til 20. febrúar 2009. Hafa skal í huga að hér er um að ræða nýskráningu og eigendaskipti allra skráningarskyldra ökutækja ekki bara bifreiða," segir í tilkynningu frá Umferðarstofu.

Þar kemur jafnframt fram að nýskráningar ökutækja á fyrstu 51 degi ársins eru samtals 509 en á sama tímabili í fyrra voru 3885 ökutæki nýskráð hér á landi. Þetta er 86,9% fækkun nýskráninga milli ára.

Eigendaskipti ökutækja á sama tímabili þessa árs eru 9864 en þau voru 13381 eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg lækkun eigendaskipta nemur því 26,3% milli ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×