Enski boltinn

Aftur 4-4 jafntefli hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arshavin fagnar hér einu af fjórum mörkum sínum í kvöld.
Arshavin fagnar hér einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Það vantar ekki fjörið í leiki Liverpool þessa dagana. Liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku og það sama gerðist í kvöld er liðið fékk Arsenal í heimsókn á Anfield.

Leikurinn var hreint út sagt stórkostleg skemmtun. Liverpool mun betra liðið í fyrri hálfleiknum en Arsenal skoraði eina mark hálfleiksins. Það gerði Andrey Arshavin.

Liverpool mætti grimmt til síðari hálfleiks. Fernando Torres jafnaði á 49. mínútu. Yossi Benayoun kom þeim síðan yfir á 56. mínútu.

Arshavin var ekki hættur. Hann jafnaði á 67. mínútu og kom Arsenal síðan yfir á 70. mínútu.

Torres jafnaði á 72. mínútu en það var Rússinn Arshavin sem kom Arsenal yfir á ný með sínu fjórða marki rétt fyrir leikslok. Ótrúleg frammistaða hjá Rússanum.

Yossi Benayoun bjargaði stigi fyrir fyrir Liverpool er hann jafnaði á 93. mínútu en Liverpool sér verulega á eftir stigunum tveimur.

Staðan í ensku deildunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×