Innlent

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði opin

Vont veður veldur því að mörg skíðasvæði verða lokuð í dag þrátt fyrir að ekki vanti snjóinn. Veðrið er bærilegra hjá öðrum, og verða skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði opin í dag.

Í Hlíðarfjalli verður opið frá tíu til fjögur í dag. Þar er hægur vindur og tveggja gráðu frost. Tvær lyftur af þremur verða opnar í Oddskarði frá ellefu til þrjú í dag. Þar er lítill snjór, og hiti rétt yfir frostmarki.

Hvöss norðanátt og éljagangur er á skíðasvæðunum á Dalvík, Siglufirði og í Tindastól. Þau verða lokuð í dag vegna veðurs. Sömuleiðis verður lokað á skíðasvæðinu á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×