OR og ábyrgð meirihlutans Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 14. desember 2009 06:00 Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um málefni Orkuveitu Reykjavíkur Skuldir OR hafa fjórfaldast á kjörtímabilinu og skuldsetningarhlutfallið (langtímaskuldir á móti eigin fé) sexfaldast. Sú niðurstaða sem greiningardeild Arion banka kemst að í greiningu sinni á fjárhagsstöðu OR staðfesti viðvaranir sem fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR hafa haft á lofti síðan 2006. Eða frá því fyrsta viljayfirlýsingin við Norðurál um álver í Helguvík kom fyrir stjórn OR og var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. En þeir samningar hafa keyrt framkvæmdir OR áfram. Í bókun sem ég lagði fram við afgreiðsluna 2006 óska ég eftir upplýsingum um áhrif virkjanaframkvæmda á efnahag Orkuveitu Reykjavíkur, sérstaklega eiginfjárhlutfall fyrirtækisins til lengri tíma og meðan á framkvæmdum stæði og að þessi áhrif yrðu skoðuð í samhengi við önnur fjárfestingaráform fyrirtækisins. Ég spurði: „Hvar liggja þolmörk fyrirtækisins í fjárfestingu? Huga verður að því að fjárfestingar fyrirtækisins á ýmsum sviðum, þótt arðsamar séu til lengri tíma, leiði ekki til þess að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að auka eigið fé fyrirtækisins." Þessi bókun þótti hlægileg á sínum tíma og var hunsuð. Dagur B. Eggertsson lagði svo fram tillögu 2007 þess efnis að kanna kosti þess að koma virkjunum í dótturfélög án ábyrgðar borgarinnar. Ekki var frekar hlustað á það af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og nú sitjum við í súpunni. Á stjórnarfundi í nóvember sl. lagði ég fram svohljóðandi tillögu: „…Hluti tekna fyrirtækisins er í USD, en lánasafn fyrirtækisins er í ýmsum gjaldmiðlum. Því er lagt til að leiða verði leitað til að umbreyta lánum í lán í USD eða að gera orkusölusamninga í evrum og halda þá samsvarandi hlutfalli lána í evrum. Þetta er lagt til í því skyni að minnka áhættu og til að ekki komi til frekari áfalla í rekstri OR ef USD lækkar gagnvart öðrum gjaldmiðlum." Síðan hafa verið haldnir tveir fundir og tillagan er enn í frestun og verður það kannski þar til Samfylkingin tekur við stjórn OR og borgarinnar. Það væri eftir öðru. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um málefni Orkuveitu Reykjavíkur Skuldir OR hafa fjórfaldast á kjörtímabilinu og skuldsetningarhlutfallið (langtímaskuldir á móti eigin fé) sexfaldast. Sú niðurstaða sem greiningardeild Arion banka kemst að í greiningu sinni á fjárhagsstöðu OR staðfesti viðvaranir sem fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR hafa haft á lofti síðan 2006. Eða frá því fyrsta viljayfirlýsingin við Norðurál um álver í Helguvík kom fyrir stjórn OR og var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. En þeir samningar hafa keyrt framkvæmdir OR áfram. Í bókun sem ég lagði fram við afgreiðsluna 2006 óska ég eftir upplýsingum um áhrif virkjanaframkvæmda á efnahag Orkuveitu Reykjavíkur, sérstaklega eiginfjárhlutfall fyrirtækisins til lengri tíma og meðan á framkvæmdum stæði og að þessi áhrif yrðu skoðuð í samhengi við önnur fjárfestingaráform fyrirtækisins. Ég spurði: „Hvar liggja þolmörk fyrirtækisins í fjárfestingu? Huga verður að því að fjárfestingar fyrirtækisins á ýmsum sviðum, þótt arðsamar séu til lengri tíma, leiði ekki til þess að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að auka eigið fé fyrirtækisins." Þessi bókun þótti hlægileg á sínum tíma og var hunsuð. Dagur B. Eggertsson lagði svo fram tillögu 2007 þess efnis að kanna kosti þess að koma virkjunum í dótturfélög án ábyrgðar borgarinnar. Ekki var frekar hlustað á það af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og nú sitjum við í súpunni. Á stjórnarfundi í nóvember sl. lagði ég fram svohljóðandi tillögu: „…Hluti tekna fyrirtækisins er í USD, en lánasafn fyrirtækisins er í ýmsum gjaldmiðlum. Því er lagt til að leiða verði leitað til að umbreyta lánum í lán í USD eða að gera orkusölusamninga í evrum og halda þá samsvarandi hlutfalli lána í evrum. Þetta er lagt til í því skyni að minnka áhættu og til að ekki komi til frekari áfalla í rekstri OR ef USD lækkar gagnvart öðrum gjaldmiðlum." Síðan hafa verið haldnir tveir fundir og tillagan er enn í frestun og verður það kannski þar til Samfylkingin tekur við stjórn OR og borgarinnar. Það væri eftir öðru. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar