Erlent

Stevie Wonder erindreki friðar

Stevie Wonder
Stevie Wonder
Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder hefur bæst í hóp friðarerindreka Sameinuðu þjóðanna. Stevie hefur verið blindur frá fæðingu og ætlar að beita sér sérstaklega í málefnum fatlaðra.

„Nýjasti friðar­boði okkar er dáður af milljónum manna og hefur gefið fólki mikið,“ er haft eftir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ.

Stevie bætist í hóp tíu annarra friðarboða, sem hver um sig er þekktur á sínu sviði, hvort sem það eru listir, fræðimennska, íþróttir eða skemmtanaiðnaðurinn.- óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×