Kjósum um nýtt Ísland 21. janúar 2009 04:00 Þær raddir gerast nú æ háværari að lýðveldi Íslendinga sé gengið sér til húðar og að við endurreisn þess þurfi að gera grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins; stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Meðal talsmanna þessara sjónarmiða eru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Njörður P. Njarðvík. Í grein sem Njörður skrifaði nýverið á þessum vettvangi kallar hann eftir því að Alþingi verði endurreist sem æðsta valdastofnun þjóðarinnar í því augnamiði að tryggja raunverulega þrískiptingu valdsins. Til að framkvæma verkið verði kölluð saman neyðarstjórn til bráðabirgða, sem verði falið að rannsaka og gera upp hrun fjármálakerfisins og semja nýja stjórnarskrá. Jón Kalman tekur í sama streng og segir ástandið kalla á tillögur sem virst geti róttækar en séu í raun lífsnauðsynlegar. Undir kjarna þessara sjónarmiða skal tekið hér; við endurreisn samfélagsins er nauðsynlegt að beitt verði öðrum aðferðum við landstjórnina en hingað til, gengið út frá öðrum gildum en tíðkast hefur og löngu tímabært er að endurnýja stjórnarskrána. Engu síður vakna ýmsar spurningar: Hvernig á t.d. að koma frá þeirri ríkisstjórn sem nú situr? Hver á að tilnefna neyðarstjórnina og út frá hvaða forsendum á að ganga við skipan hennar? Hvernig yrði leyst úr mögulegum ágreiningsmálum innan hennar varðandi rannsókn bankahrunsins og tillögur að stjórnarskrá? Hver á að vera hlutur Alþingis á meðan? Og hvað ef ný stjórnarskrá fær ekki tilskilinn meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Vel kann að vera að þeir Njörður og Jón hafi hugsað þetta allt til enda, a.m.k. hafa þeir skýrar hugmyndir um með hvaða hætti megi styrkja löggjafarsamkomuna. Hér þurfi að koma á lýðræði í stað flokksræðis auk þess sem kveða þurfi niður ofurvald ráðherra og koma völdunum aftur í hendur Alþingis. Ég er hjartanlega sammála þessum áherslum og til að ná þeim fram hef ég nú um 10 ára skeið starfað með stjórnmálahreyfingu sem hefur það á stefnuskrá sinni að gera nákvæmlega þetta; auka lýðræði í samfélaginu og styrkja þingræðið. Ég stóð með kröfur á lofti á Austurvelli einu sinni í viku heilan vetur þegar mér bauðst sæti á lista nýrrar stjórnmálahreyfingar sem ætlaði að bjóða fram til þings þá um vorið. Ég gæti haft mörg orð um bæði sorgir og sigra á þessum 10 árum en mér finnst lykilatriðið vera það að Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur tekist að byggja upp öflugan stjórnmálaflokk sem byggir á sameiginlegri sýn félaganna til grundvallarmála eins og jöfnuðar, umhverfisverndar, kvenfrelsis og sjálfstæðrar utanríkisstefnu, en það sem hefur sameinað okkur umfram annað er trúlega lýðræðishugsjónin. Ég vil því meina að reynsla okkar Vinstri-grænna sýni að hægt sé að byggja upp stjórnmálahreyfingu, sem lýtur þeim lögmálum sem kallað er eftir um þessar mundir, en veit á sama tíma að það fæst ekki sannað fyrr en við komumst til áhrifa í ríkisstjórn, fáum langþráð umboð kjósenda. Mér þætti miður ef þeir Jón og Njörður sem vilja byggja nýtt Ísland teldu mig ekki gjaldgenga við endurreisn samfélagsins af þeirri ástæðu einni að ég starfa innan stjórnmálahreyfingar. Verum minnug þess að stjórnmálaflokkunum var ætlað að gegna lykilhlutverki í því lýðræði sem forfeður okkar lifðu fyrir, börðust fyrir og dóu fyrir. Það er auðvelt að halda því fram að þeim hafi mistekist ætlunarverkið og því sé flokkakerfið dauðadæmt. Það er líka auðvelt fyrir okkur vinstri-græn að halda því fram að öllum hafi mistekist nema okkur. Hverjum þykir sinn fífill fagur. Flokkar þurfa að njóta sannmælis ekki síður en fólk og við vinstri-græn njótum þess vissulega nú að hafa aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Að sama skapi er ríkisstjórnarþátttaka og misbeiting valdsins öðrum fjötur um fót. Það skiptir máli við endurreisn samfélagsins að gert sé upp við þá flokka sem bera ábyrgð á hruninu og slíkt uppgjör þarf að fara fram í almennum kosningum. Það verður eðlilega spurt um hvort tillaga þeirra Njarðar og Jóns sé að öllu leyti raunhæf og hvort hægt verði að kynna hana á þann hátt að hún nái almennri hylli, en forsenda jákvæðra breytinga er að koma sitjandi ríkisstjórn frá völdum. Það tel ég óraunhæft að gerist öðruvísi en með kosningum til Alþingis. Þær kosningar þurfa að fara fram hið allra fyrsta, til að nýtt fólk og hreyfingar fái nauðsynlegt umboð til að leiða þær róttæku breytingar sem kallað er eftir. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þær raddir gerast nú æ háværari að lýðveldi Íslendinga sé gengið sér til húðar og að við endurreisn þess þurfi að gera grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins; stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Meðal talsmanna þessara sjónarmiða eru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Njörður P. Njarðvík. Í grein sem Njörður skrifaði nýverið á þessum vettvangi kallar hann eftir því að Alþingi verði endurreist sem æðsta valdastofnun þjóðarinnar í því augnamiði að tryggja raunverulega þrískiptingu valdsins. Til að framkvæma verkið verði kölluð saman neyðarstjórn til bráðabirgða, sem verði falið að rannsaka og gera upp hrun fjármálakerfisins og semja nýja stjórnarskrá. Jón Kalman tekur í sama streng og segir ástandið kalla á tillögur sem virst geti róttækar en séu í raun lífsnauðsynlegar. Undir kjarna þessara sjónarmiða skal tekið hér; við endurreisn samfélagsins er nauðsynlegt að beitt verði öðrum aðferðum við landstjórnina en hingað til, gengið út frá öðrum gildum en tíðkast hefur og löngu tímabært er að endurnýja stjórnarskrána. Engu síður vakna ýmsar spurningar: Hvernig á t.d. að koma frá þeirri ríkisstjórn sem nú situr? Hver á að tilnefna neyðarstjórnina og út frá hvaða forsendum á að ganga við skipan hennar? Hvernig yrði leyst úr mögulegum ágreiningsmálum innan hennar varðandi rannsókn bankahrunsins og tillögur að stjórnarskrá? Hver á að vera hlutur Alþingis á meðan? Og hvað ef ný stjórnarskrá fær ekki tilskilinn meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Vel kann að vera að þeir Njörður og Jón hafi hugsað þetta allt til enda, a.m.k. hafa þeir skýrar hugmyndir um með hvaða hætti megi styrkja löggjafarsamkomuna. Hér þurfi að koma á lýðræði í stað flokksræðis auk þess sem kveða þurfi niður ofurvald ráðherra og koma völdunum aftur í hendur Alþingis. Ég er hjartanlega sammála þessum áherslum og til að ná þeim fram hef ég nú um 10 ára skeið starfað með stjórnmálahreyfingu sem hefur það á stefnuskrá sinni að gera nákvæmlega þetta; auka lýðræði í samfélaginu og styrkja þingræðið. Ég stóð með kröfur á lofti á Austurvelli einu sinni í viku heilan vetur þegar mér bauðst sæti á lista nýrrar stjórnmálahreyfingar sem ætlaði að bjóða fram til þings þá um vorið. Ég gæti haft mörg orð um bæði sorgir og sigra á þessum 10 árum en mér finnst lykilatriðið vera það að Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur tekist að byggja upp öflugan stjórnmálaflokk sem byggir á sameiginlegri sýn félaganna til grundvallarmála eins og jöfnuðar, umhverfisverndar, kvenfrelsis og sjálfstæðrar utanríkisstefnu, en það sem hefur sameinað okkur umfram annað er trúlega lýðræðishugsjónin. Ég vil því meina að reynsla okkar Vinstri-grænna sýni að hægt sé að byggja upp stjórnmálahreyfingu, sem lýtur þeim lögmálum sem kallað er eftir um þessar mundir, en veit á sama tíma að það fæst ekki sannað fyrr en við komumst til áhrifa í ríkisstjórn, fáum langþráð umboð kjósenda. Mér þætti miður ef þeir Jón og Njörður sem vilja byggja nýtt Ísland teldu mig ekki gjaldgenga við endurreisn samfélagsins af þeirri ástæðu einni að ég starfa innan stjórnmálahreyfingar. Verum minnug þess að stjórnmálaflokkunum var ætlað að gegna lykilhlutverki í því lýðræði sem forfeður okkar lifðu fyrir, börðust fyrir og dóu fyrir. Það er auðvelt að halda því fram að þeim hafi mistekist ætlunarverkið og því sé flokkakerfið dauðadæmt. Það er líka auðvelt fyrir okkur vinstri-græn að halda því fram að öllum hafi mistekist nema okkur. Hverjum þykir sinn fífill fagur. Flokkar þurfa að njóta sannmælis ekki síður en fólk og við vinstri-græn njótum þess vissulega nú að hafa aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Að sama skapi er ríkisstjórnarþátttaka og misbeiting valdsins öðrum fjötur um fót. Það skiptir máli við endurreisn samfélagsins að gert sé upp við þá flokka sem bera ábyrgð á hruninu og slíkt uppgjör þarf að fara fram í almennum kosningum. Það verður eðlilega spurt um hvort tillaga þeirra Njarðar og Jóns sé að öllu leyti raunhæf og hvort hægt verði að kynna hana á þann hátt að hún nái almennri hylli, en forsenda jákvæðra breytinga er að koma sitjandi ríkisstjórn frá völdum. Það tel ég óraunhæft að gerist öðruvísi en með kosningum til Alþingis. Þær kosningar þurfa að fara fram hið allra fyrsta, til að nýtt fólk og hreyfingar fái nauðsynlegt umboð til að leiða þær róttæku breytingar sem kallað er eftir. Höfundur er alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun