Skorumst ekki undan Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. október 2009 06:00 Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sett undir sig hausinn að því er virðist vísvitandi til að nesta umræðuna með blekkingum og rangfærslum. Það er sérkennilegur máti í stjórnmálum að láta sér ekki nægja raunverulegan ágreining um pólitísk markmið, leiðir og aðferðir heldur að leitast við að afflytja og skrumskæla umræðuna til þess eins að ná einni línu í fjölmiðli dagsins. Á Umhverfisþingi sagði ég að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum og var því þá haldið fram að ég hefði afsalað þjóðinni einum 15 milljörðum á því tímabili sem Kýótó-bókunin nær yfir og að mál yrðu í algjöru uppnámi í árslok 2012 þegar fyrsta skuldbindingartímabil Kýótó rennur út. Hér er um fráleita staðhæfingu að ræða, sem er úr lausu lofti gripin. Staðreyndin er sú að engar breytingar verða á losunarheimildum íslenskra fyrirtækja á skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, til ársloka 2012. Málið snýst um hvers konar kerfi við munum búa við eftir 2012. Við erum í annarri stöðu í samningaviðræðum nú en þegar samið var um Kýótó-bókunina fyrir áratug síðan. Við höfum í raun tekið upp reglur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofttegunda að hluta til, samkvæmt skuldbindingum okkar í EES- samningnum. Ísland er nú þegar, lagalega séð, hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og nú liggur fyrir að frá og með 1. janúar 2013 munu losunarheimildir til stóriðju hér á landi koma úr viðskiptakerfi ESB. Ekki liggja fyrir nákvæmar úthlutunarreglur á heimildum til ál- og járnblendiframleiðslu innan ESB. Þó bendir allt til þess að fyrirtæki á þessu sviði fái stærstan hluta heimilda og hugsanlega allar fríar í fyrstu, en síðan muni koma til vaxandi skerðingar á heimildum, sem fyrirtæki þurfa að mæta með því að draga úr losun eða kaupa heimildir. Þau fyrirtæki sem standa sig best koma best út úr þessu kerfi, en þau sem menga mikið þurfa að axla þyngri byrðar. Í þessu kerfi er það grundvallaratriði að staða fyrirtækja á ekki að vera ólík eftir ríkjum, heldur eingöngu eftir frammistöðu. Íslensk stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa ESB um að taka á sig sameiginlega skuldbindingu gagnvart annarri losun gróðurhúsalofttegunda en þeirra sem falla undir viðskiptakerfi ESB. Slík lausn fæli einkum í sér þrennt: Í fyrsta lagi verður kerfisbreyting, þannig að íslensk fyrirtæki myndu ekki lengur sækja losunarheimildir úr séríslensku regluverki sem byggir á tímabundnu undanþáguákvæði, heldur úr samevrópsku kerfi, þar sem almennar reglur gilda. Í öðru lagi þyrftu Ísland og íslensk fyrirtæki ekki að búa við tvöfalt regluverk og miklu flóknara lagaumhverfi en önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi myndi þetta þýða að Ísland tæki upp allt regluverk ESB í loftslagsmálum, en ekki einungis viðskiptakerfið. Þessi lausn er álitin miklu hagfelldari fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki en sú að búa við tvöfalt kerfi skuldbindinga í loftslagsmálum. Enginn aukalegur kostnaður félli á Ísland eða íslensk fyrirtæki við þessa kerfisbreytingu, hvað þá 15 milljarðar eða einhver slík tala sem menn hafa haldið á lofti. Ég sagði á nýliðnu Umhverfisþingi að íslensk stjórnvöld færu ekki til Kaupmannahafnar til að biðja um nýjar undanþágur í loftslagsmálum. Við það stend ég. Það er engin von til þess að Ísland fái aukinn kvóta og nýjar flóknar sérlausnir á fundi þar sem allir verða beðnir um að draga úr losun. Ég mun gæta ítrustu hagsmuna Íslands í þessum viðræðum. Fyrir fyrirtæki sem þarfnast losunarheimilda þýðir það að þurfa ekki að standa frammi fyrir aukalegum skuldbindingum árið 2013 í viðbót við þær sem ljóst er að þau munu taka á sig með þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu. Fyrir Ísland þýðir það að njóta sanngirni samanborið við önnur ríki og að geta borið höfuðið hátt í loftslagsmálum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, talaði í Háskólanum á dögunum. Hann nálgaðist loftslagsmálin á merkilegan hátt. Færeyingar eiga ekki aðild að Kyoto, en þeir vilja engu að síður taka á sig skuldbindingar framtíðarinnar. ,,Við skiptum kannski hlutfallslega engu máli þegar litið er á heildarmyndina, en við viljum taka þátt í að axla byrðarnar," sagði Johannesen. Færeyingar gætu orðið okkur fyrirmynd í því að axla ábyrgð af fullri reisn. Loftslagsmálin eru að líkindum stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmála komandi ára og áratuga. Þar má Ísland ekki skorast undan. Höfundur er umhverfisráðherra.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun