Áfram frítt í strætó? 2. júní 2009 06:00 Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Langtímamarkmið gjaldfrjálsra strætókorta er aukin áhersla á notkun almenningssamgangna meðal ungs fólks, minni umferð einkabíla í borginni, bætt umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta og samfélagið í heild. Með gjaldfrjálsum strætókortum má kalla fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu meðal borgarbúa, auka notkun strætisvagna og stuðla þannig að sparnaði hvað varðar gatnaviðgerðir, umferðarmannvirki og annað gatnaviðhald. Áður en öllum framangreindum markmiðum verður náð þarf þó einnig að taka leiðakerfi og þjónustu Strætó bs. til gagngerrar endurskoðunar svo strætisvagnar verði loks að ákjósanlegum fararkosti fyrir borgarbúa. Undirrituð kallar eftir því að ríkið styðji við erfiðan rekstur Strætó bs. með niðurfellingu opinberra gjalda og stuðli að bættum samgöngukostum í höfuðborginni. Styðja þarf sveitarfélögin í landinu við niðurgreiðslu strætókorta og tryggja að almenningssamgöngur verði að fýsilegum kosti fyrir námsmenn og allan almenning. Ólíkt því sem tíðkaðist síðasta skólaár eru stjórnvöld einnig hvött til að gæta jafnræðis og sjá til þess að allir námsmenn fái áfram frítt í strætó - óháð lögheimili eða þjóðaruppruna. Íslenski valdasprotinn er nú í höndum ríkisstjórnar sem í stjórnarsáttmála sínum leggur áherslu á græn gildi og stórefldar almenningssamgöngur. Nú þurfa menn að líta til framtíðar og taka ákvarðanir til hagsbóta fyrir samfélagið í heild - Íslendingar þurfa að ákveða hvers kyns höfuðborg þeir kjósa að byggja. Undirrituð hvetur því ríkisstjórnina til að standa við fögru orðin, stuðla að eflingu íslenskra almenningssamgangna og tryggja að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár. Höfundur er formaður SHÍ.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun