Erlent

Sprengt í Bagdad

Sprengingar hafa veið tíðar í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sprengingar hafa veið tíðar í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Nokkrar bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks í nótt. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir slasaðir en sprengjurnar sprungu allar fyrir utan hið vígvarða Græna svæði. Ofbeldisverk hafa aukist í borginni upp á síðkastið og í síðustu viku létust 127 í svipaðri árás þar sem margar sprengjur sprungu með skömmu millibili og í október féllu 155 manns, einnig í röð sprengjuárása.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×